,,Leiðréttingin" þýðir að hinir ríku fá en fátækir ekki.

,,Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum fjármálaráðherra, segir að samkvæmt áætlun um dreifingu skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar, hinnar svokölluðu Leiðréttingu, skuldir tekjuhæstu 30 prósent landsmanna yfir 64 prósent af öllum íbúðalánum. Þeir fái því 51 milljarð króna af þeim áttatíu sem skuldaniðurfellingarnar eiga að kosta. Þau þrjátíu prósent þjóðarinnar sem hafi minnstu tekjurnar fái hins vegar einungis fimm milljarða króna. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun þar sem Oddný var á meðal gesta."

http://kjarninn.is/2015/05/segir-tekjuhaesta-thridjung-thjodarinnar-fa-51-milljard-ut-ur-leidrettingunni/


Seint verður sagt að ríkisstjórnin sé heppin með sín verk.

Umtalað hefur verið hve óhöndulega ríkisstjórninni ferst í öllum sínum verkum.  Ofan á það bætist óheppni.  Ríkisstjórnin gerir allt svo óheppilega. Nú síðast fóru þeir útí það að sprella með lista útí heimi alveg útí bláinn og til að fullnægja einhverjum sérkennilegum siðum innan heimssýnarklúbbsins, skilst manni, ásamt hagsmunum einhverra útí bæ.  Hvað gerist?  Jú, þeir fara útí svona sprellilæti á þeim tíma þegar allur meginþorri manna hefur snúist á sveif með því sjónarmiði að Aðildarsamning skuli klára og kosið þar um.  Nei!  Þá fer ríkisstjórnin útí sprellilæti!  Ótrúlega óheppilegt.  Eigi eykst fylgi stjórnar við þetta svo mikið er víst.


Um helmingur höfuðborgarbúa vill aðild að ESB án þess að hafa séð samninginn.

Það er mikið að um helmingur reykvíkinga vilji barasta ESB án samnings.  Það er mjög eftirtektarverður munurinn á milli Höfuðborgar og Landsbyggðar.  Það sýnir vel að um óhjákvæmilega þróun er að ræða.  Það er líka umhugsunarvert hve afstaða fólks er rokkandi.  Það er soldið þannig að ef ferli er í gangi, - þá hefur fólk tilhneigingu til að kippa að sér hendinni en um leið og reynt er að setja lok á pott, - þá snýst fólk.  Allt er þetta mikið áhyggjuefni fyrir ofsa-sinnaða andstæðinga Evrópusambandsins.


Bloggfærslur 31. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband