Evrópureisa Syriza-bræðra misheppnuð.

Það virðist flestra manna mál, að yfirreið þeirra Tsiprasar, Varoufakis og fleiri topp-aðila úr Syriza-bandalaginu um Evrópu hafi verið misheppnuð og afleitri strategíu hafi verið beitt.  

Sumir velta sérlega vöngum yfir framgöngu Varoufakis sem er leikjafræðingur og hefur skrifað mikið um ,,Game theory".

Einn umsagnaraðilinn sagði að það væri ekki að sjá að Varoufakis væri menntaður í þessu eða að þá hefði menntunin ekki skilað sér í strategíu hans.

Strategía Varoufakis í reisunni um Evrópu hafi verið líkt og maður sem væri sífellt með byssu á lofti en allt tal hans og orka til þeirra sem hann hitti miðaði að því, að sannfæra þá um að hann myndi ekki skjóta.

Er soldið til í þessu.  

Það er allavega ljóst að Syrzia-bræður hafa fengið fáa nýja fylgendur eða stuðning almennings með framgöngu sinni.  


Bloggfærslur 13. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband