Hvenær hrynur Evran og ESB?

Maður er nú alveg hættur að botna í þessu.  Hér hafa hægri-öfga bullukollar og stampar skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum undanfarin misseri og ár um að Evran og ESB væru alltaf að hrynja.  Fullyrt þetta alveg hreint.  

Eg hef hvergi séð minnst á ofannefnt í erlendum fjölmiðlum.  Voru þjóðrembingar þá bara að ljúga?  Getur þetta aldrei sagt satt orð?

Eg verð að segja að það er orðið umtalsvert þreytandi að bíða eftir þessu hruni.  Ekki þurfti að bíða svona lengi eftir að þeir framsóknarmenn og sjallarnir rústuðu landinu hérna og hryntu landinu um koll og liggja nú á því eins og mara. 


Bloggfærslur 8. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband