30.1.2014 | 21:28
Við þessa menn ætla innbyggjar að ræða mannréttindamál á milli þess að sérhagsmunaklíkur hérna ætla að maka krókinn.
,,Kínverjar fá nóg af spillingarfréttum.
Bandaríkjastjórn gagnrýndi í dag yfirvöld í Kína fyrir meðferð þeirra á erlendum fjölmiðlamönnum. Ástæðan er sú ákvörðun Kínverja að endurnýja ekki vegabréfsáritun Austin Ramzy, blaðamanns New York Times. Ramzy gat því ekki unnið lengur í Kína og varð að fara þaðan í dag.
Ritstjórar New York Times vísa á bug tæknilegum skýringum Kínastjórnar á ástæðunni fyrir því að Ramzy hafi ekki fengið endurnýjaða áritun. Þeir segja að ástæðan sé ítarleg umfjöllun hans og blaðsins um spillingu meðal áhrifamanna í kínverska Kommúnistaflokknum. Blaðið fékk Pulitzer-verðlaunin 2012 fyrir umfjöllun sína um auðsöfnun ættingja Wens Jiabaos, fyrrverandi forsætisráðherra.
Fréttaskýrendur segja ákvörðun Kínastjórnar vísbendingu um að hún líði ekki lengur umfjöllun vestrænna fjölmiðla um spillingu í efstu lögum kínverska stjórnkerfisins. Jay Carney, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði síðdegis að Bandaríkjastjórn hefði þungar áhyggjur af því að erlendum fjölmiðlamönnum væri gert erfitt fyrir að afla frétta í Kína."
http://www.ruv.is/frett/kinverjar-fa-nog-af-spillingarfrettum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2014 | 16:00
Spark í rassinn á íslenskum stjórnvöldum frá Damanaki dugar hugsanlega til að fallist er á skiptingu makrílsins.
Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa lyppast niður við rasssparkið frá Damanaki á dögunum sem frægt varð. Allt tal íslendinga og færeyinga er nú miklu mun mildara og líkara mjálmi í þægilegum heimilisketti en mannamáli.
Jafnframt er vel líklegt að stefna íslenskra stjórnvalda í framhaldinu verði síðan tekin á aðild að Sambandinu.
Það eina sem þarf er duglegt spark í rassinn á íslenskum stjórnvöldum frá ESB.
![]() |
Sjá til lands í makríldeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2014 | 11:41
XB banki kominn á launaskrá hjá slitastjórn Glitnis.
,,Slitastjórn Glitnis hefur samið við fyrirtækjaráðgjöf MP banka um fjármálaráðgjöf samkvæmt samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn Glitnis. MP banki kemur inn sem íslenskur ráðgjafi slitastjórnarinnar. Helstu verkefni MP snúa að vinnu vegna fyrirhugaðra nauðasamninga Glitnis og tillögum til Seðlabankans þar um þar sem óskað er eftir undanþágum frá gjaldeyrislögum."
...
http://www.vb.is/frettir/101204/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)