Eru stjórnvöld að framkalla annað hrun með óvitaskapi sínum og bulltali?

Það er alveg ljóst að tal núverandi stjórnvalda, langt ofan í koki, er þegar orðið sjálfstætt efnahagsvandamál fyrir þetta land og lýðinn er það byggir.  Að maður minnist nú ekki á framtíðarkynslóðir.  Óvitaskapurinn og ábyrgðarleysið er algjört.  Núverandi stjórnvöld virðast á góðri leið með að koma á rústalagningu.   Það er gjörsamlega allt í molum sem þessir menn snerta á.  
mbl.is Landsbankinn ekki á leið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri enn síður hagur Íslands ef kröfur í erlendum gjaldeyri væru greiddar í íslenskum krónum.

Þessi hugmyndafræði Framsjalla og Kjánaþjóðrembinga er álíka og hugmyndafræði bónda sem hefði misst stóran hluta fjárs síns í sjálfheldu í lélegum bithaga og tæplega fjörubeit í rákarskoru í sjávarhamri - og þá myndi bóndinn finna upp þá hugmyndafræði til lausnar,  að allt fé úr næstu sveit væri líka rekið í sjálfhelduna!

Og hvaða vandamál  ætti það að leysa?

Þjóðin á betra skilið en svona bull frá Framsjöllum.   Og hvað næst?  Framsóknardæmisagan um sveppasúpuna?


mbl.is Hvati fyrir kröfuhafa að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er betra að borga kröfur í erlendum gjaldeyri í íslenskum krónum?

Sérkennileg umræða hefur komið upp síðasta dag á Íslandi.  Nú vilja menn leysa öll vandamál með að borga bara í íslenskum krónum.   

Í stuttu máli, er það auðvitað stórkostlegur misskilningur.  

Það væri bókstaflega voðalegt fyrir Ísland ef það yrði gert.  

Fjölga krónum í eigu útlendinga hér uppi í fásinni?  Og þ.a.l. fjölga krónum í höftum?

Hvaða vanda á það að leysa?

Sorrý, en eg er ekki að sjá snillina í þessu og ekki heldur er ég að sjá að þetta yrði tæki til að nota í samningum.


Bloggfærslur 28. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband