26.9.2013 | 19:01
Aron Jóhannsson er sennilega efnilegasti fótboltasparkari Íslands - þó hann spili með BNA.
Það eru nokkur atriði sem gera það að verkum, að hann er efnilegri en þeir íslendingar sem eru núna í Íslenska landsliðinu - og að mínu mati er hann nú þegar betri.
Þar ber að nefna fjölhæfni. Hann hefur svo margar þokkalega sterkar hliðar. Hann er stór og sterkur en fljótur. Hann getur stungið sér innfyrir, skottæknin til fyrirmyndar. Yfirvegaður og klókur.
Hans sterkasta hlið er samt sennilega hæfileiki hans til að staðsetja sig rétt inní teignum. Það eru bara sumir fótboltamenn sem líkt og fæðast með þennan hæfileika. Aron er svo oft á réttum stað. Og klókindi hans og öryggi ásamt skottækni hjálpa svo til í úrvinnslunni.
Hann er nú þegar talsvert betri sko en framherjarnir í íslenska fótboltaliðinu núna, að mínu mati. Þetta sá hinn viðfrægi Jurgen Klinsmann sem nú þjálfar BNA liðið. Því miður þá sá hann það.
![]() |
Aron sagður vera á óskalista Celtic |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2013 | 11:59
Það er orðið nokkuð augljóst að talsverður hluti kjósenda er bókstaflega fábjánar.
Nokkuð augljóst. Það er eigi hægt að skýra á annan hátt að fólk kjósi framsjalla til einvalda. Annar hausinn á þursinum bauð feitan tjékka sem útlendingar áttu að koma með. 1/4 innbyggjara kaus þursinn útá það. Hitt höfuðið á hinum forljóta þursi sagði bókstaflega að hann ætlaði að aflétta öllum íþyngjandi álögum á hina betur stæðu en auka álögur á hina verr stæðu. Það var de faktó innihaldið í boðskapnum. Rúmlega 1/4 innbyggja kaus þursinn útá það.
Þetta þýðir bara það að allt að helmingur kjósenda er bókstaflega fábjánar. Fábjánar sem ganga sjálfviljugir í gapastokk elítunnar og eru þar flengdir uppá hvern dag með þjóðrembingsvendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)