Núverandi stjórn á landinu er í tómu rugli.

Þar kemur margt til sem leggst saman og verður = Rugl.

Fyrst ber að geta óábyrgra framkomu núverandi stjórnarflokka á síðustu 4 árum sem var svo stigvaxandi í aðdraganda kosninga og endaði með eindæma hálfvitagangi sem kunnugt er.

Þar má segja að Framsóknarflokkur svokallaður hafi gengið mun lengra.  Sjallamannaflokkur hélt sér meira við sitt hefðbundna bull þó vissulega hafi hann gengið lengra í bullinu en yfirleitt áður.

Nú, í stuttu máli, þá leiddi þetta til að Framsóknarflokkurinn fékk mikið aukafylgi vegna ákveðinna loforða sem var þeirra eina kosningamál.

Þeir urðu í sterkari stöðu en Sjallamannaflokkur eftir kosningar.

Það var ekki ætlast til þess af Sjallaflokki.

Síðan er mynduð stjórn með formann framsóknar sem Aðal.

Strax eftir örfáar vikur má alveg greinilega sjá þess merki hjá Sjallamannaflokki að þeim er alveg sama þó formaður Framsóknar og Framsóknarmenn amennt sæti gagnrýni.  Þeim er alveg sama.  Í rauninni kemur gagnrýni á hegðan Framsóknar ekki síst frá Sjallaflokki!  Jafnframt sem gagnrýnin felst líka í passívri afstöðu.  Þeir bara þegja þegar mál Framsóknar komast á kreik.

Þetta mikilvæga atriði er eins og margir hafi ekki komið auga á.  Samt sem áður er það mjög áberandi ef grannt er skoðað.

Þarna er algjörlega kunnuglegt ferli hjá Sjallamannaflokki.  Þeir sætta sig afar illa við að Framsókn sé Aðal í ríkisstjórn.  Þeir vilja vera Aðal.  

Hugmyndin og uppleggið  hjá Sjöllum er að Framsókn og formaður þeirra verði fljótt  afar óvinsæll - og þá kemur Bjarni og Sjallar og einfaldlega stilla Framsókn upp við vegg, taka forsætisráðherrastólinn og verða Aðal.  Þannig hugsa þeir þetta.


Merkilegur leikur Spánverja og Ítala í gær.

Í byrjun leiksins sýndist manni að gamla sagan ætlaði að vera sögð þarna.  Þ.e. að spánverjar myndu leika sér með boltann lon og don og aðeins tímaspursmál yrði hvernær þeir skoruðu mark.

En Ítalir voru mjöög skipulagðir í sínum aðgerðum.  Varnarleikurinn og varnarkerfin alveg uppá 9.9 og virtust vera búnir að kortleggja Spán í smæstu atriðum.

Ítalir drógu sig aftarlega og leyfðu spánverjum einfaldlega að vera með boltann.  Síðan komu afar hættulegar skyndisóknir þegar færi gafst.

Það sem kom á óvart er líða fór á fyrri hálfleik var hve oft Ítalir náðu hættulegum og snöggum sóknum.  Það var eins og það kæmi þá smá saman hik á spánverja.  Þeir fóru að verða ragir við að pressa framanlega og leituðust við að skipuleggja betur hjá sér vörnina.  Við það komust Ítalir smátt og smátt inní leikinn og voru í framhaldinu meira með boltann en maður hefði búist við.

Eftir þessa byrjun, þá var eins og  leikurinn færi í jafnvægi og var mjög taktískur þar sem hvorugt liðið vildi fá á sig mark.  

Í restina sóttu spánverjar  í sig veðrið og náðu nokkrum sinnum þungri pressu á mark ítala án þess að það skilaði árangri.  ´

Í framlengingunni fékk hvort lið eitt hættulegt færi.

Að meðaltali var Spánn samt örlítið betra, að mínu mati.  Í heildina.  Þeir voru meira með boltann og náðu þungri pressu á köflum í leiknum.  Þeir voru sterkari.

Þessvegna var niðurstaða vítaspyrnukeppninnar í sjálfu sér sanngjörn þó alltaf sé heppni með í spilinu í slíkum tilfellum.

Í framhaldi, varðandi komandi leik Brasilíu og Spánar, þá mundi ég ætla að sá leikur byrjaði með að Brasilía verði meira með boltann.  Spánverjar sýndu gegn ítölum að þeir geta alveg leikið taktískan varnarleik.   Þeir þurfa ekkert endilega að hafa alltaf boltann og spila reitarspil.  

Eg býst við að brassar mæti grimmir og frískir og muni pressa Spán framarlega.  Reyni að taka Spán á eigin bragði, ef svo má segja, og vilji reyna að setja mark snemma og koma spánverjum í vandræði.

Eg met það svo, að spánverjar muni bara bjóða Brasilíu uppá slíkt.  Þeir munu skipuleggja vörnina í fyrstu og vinna sig svo smá saman inní leikinn.  Leyfa Brasilíu að reyna og sæta svo lagi á skyndisóknum og vinna sig svo útfrá því inní leikinn.  Í rauninni þreyta Brasilíu.  Eins og þeir gerðu um miðbik leiksins gegn Ítalíu.

Sjálfstraust spánverja virðist gífurlegt um þessar mundir. 


mbl.is Spánverjar lögðu Ítali í bráðabana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband