28.6.2013 | 12:44
Ég hélt að forseti vor hefði tilkynnt innbyggjurum um að Merkel og ESB vildi ekki fjölga aðildarríkjum um þessar mundir.
![]() |
ESB hefur aðildarviðræður við Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2013 | 02:20
Sennilegast bjuggu íslendingar mestanpart neðanjarðar í gegnum aldirnar. Grófu sig inní hóla og ofan í jörðina og bjuggu þar.
Torfbæir voru náttúrulega margir og mismunandi. Sýnt hefur verið fram á nokkrar mismunandi tegundir eftir landshlutum.
Þar fyrir utan er sennilegast, að torfbæir eins og nútímafólk yfirleitt skilur orðið, koma ekki til almennt fyrr en á 19.öld. Sennilegast.
Fyrir þann tíma voru það hugsanlega eingöngu heldra fólk og betri bændur sem gat búið í álíka bæjum.
Almenningur líklega gróf sig inní hóla og/eða ofan í jörðina og í sumum tilfellum var settur einhver þakskjatti yfir til málamynda eftir atvikum.
Fornar heimildir styðja þetta. Td. segir svo í riti Blefkens (Já já, hann var talinn vitleysingur og vondur útlendingur í eina tíð - en síðari tíma rannsóknir benda til að að margt sem hann segir og lengi vel var talið vitleysa og óhróður um íslendinga - gæti í raun vel verið rétt. Þó vissulega sé hann barn síns tíma og upptekinn skrímslum o.þ.h.):
,, Kot sín hafa þeir við ströndina vegna fiskveiðanna - og eru þau neðanjarðar vegna hinna feiknalegu storma...
Hús þeirra eru öll neðanjarðar vegna þess að byggingarefni skortir..."
http://landsbokasafn.is/uploads/kjorgripur/gloggt.pdf
![]() |
Íslendingar í torfbæjum í 1000 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)