26.6.2013 | 23:01
Basl á Brössunum.
Það verður að segjast eins og er, að lítið bar á skemtilegum stíl Brasilíu í leiknum gegn Úrúgvæ í kvöld. Þetta var talsvert basl hjá þeim og þeir gerðu, mörgum til mikillar furðu, nokkur grundvallarmistök. M.a. sýndu þeir sérkennilegan varnarleik á köflum og fengu á sig vítaspyrnu í byrjun fyrir brot sem sparkfræðingar hafa kallað ,,hálfvitalegt brot". Úrúgvæ klúðraði svo spyrnunni.
Að vísu, að vísu ber að geta þess strax, að Úrúgvæ lék býsna massíft og gjörþekkja sennilega Brasilíska liðið og gerðu þeim afar erfitt fyrir. Voru þéttir aftur á við og fóru grimmt í alla bolta á miðjunni. Náðu að verjast þokkalega kantspilinu sem oft hefur verið ein sterkasta hlið Brasilíu. Voru síðan fljótir að snúa vörn í sókn þegar tækifæri gafst enda snjallir framherjar og reyndir þar á bæ.
Samt sem áður verður að segja, að Brasilíska liðið virkar ekki eins sterkt og oft áður. Leikstíllinn er líka dáldið öðruvísi eða þeir eru ekkert feimnir við það núna að fara útí að sumu leiti gamaldags evrópskan stíl, langar sendingar yfir miðjuna fram á mjög líkamlega sterka framherja.
Það getur náttúrulega líka verið kostur að geta haft slíkan stíl eða taktík í farteskinu. Fjölbreytni. En stundum virkar það þannig eins og Brasilía sé í vaxadi mæli að leita inná slíkan stíl - á kostnað sambaboltans.
Ennfremur má nefna, að setja má spurningamerki við hvort leikmenn Brasilíu séu nægilega agaðir. Stundum komu furðulegar ákvarðanir í varnarleiknum eins og áður er sagt og bæði vítaspyrnan og mark Úrúgvæ komu vegna atvika í varnaleik sem var algjör óþarfi að bjóða Úrúgvæ uppá.
Ef Spánn vinnur Ítalíu í hinum leiknum, sem alls ekki er hægt að fullyrða, þá met ég það svo að fyrirfram ætti Spánn að vera sigurstranglegra.
Mjög fróðlegt verður að sjá hvernig Brassarnir koma inní þann leik eða vilja leggja þann leik upp. Jafnframt sem fróðlegt verður að sjá hvernig Spáni gengur að spila sinn hefðbundna bolta gegn Brasilíu. Því efast má um að Brassarnir vilji horfa mikið á Spánverja spila sín á milli langtímum saman eins og oft er hlutskipti liða sem spila við Spán á síðari árum.
![]() |
Paulinho kom Brasilíu í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.6.2013 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2013 | 13:49
Greinilegt að framsjallar halda um stjórnartauma. Nú skal fólk fá að finna fyrir því! Svipan á loft.
![]() |
Drómi tekur til baka endurútreikning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)