21.6.2013 | 15:01
Eru Framsóknarmenn að hóta fólki atvinnumissi sem vogar sér að tjá sig?
,,Hvernig á að skilja þetta öðruvísi en sem beina hótun um atvinnumissi?"
http://www.dv.is/frettir/2013/6/21/hvernig-ad-skilja-thetta-odruvisi-en-sem-beina-hotun-um-vinnumissi/
Eg var búinn að vara við þessu. Eg skrifaði pistil hérna fyrir stuttu þar sem ég hvatti fólk til að vera á varðbergi gagnvart framsjöllum að þessu leiti. Þeir eiga hugsanlega eftir að sækja að fólki sem vogar sér að tjá sig um athafnir þeirra framsjalla. Eg mundi ætla að fólk ætti að fara að huga aftur að nafnleynd á netinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Boðasskapur þessarar fréttar er að núverandi stjórnvöld séu sérlega skemmtileg og nú eigi menn bara að hætta allri neikvæðni og vera glaðir eins og sumarið.
Ljóst er að Moggi á mikið verk fyrir höndum. Stjórnvöld fremja hvert glappaskotið á fætur öðru og virðast staðráðin í að efna til ófriðar við almenning. Það verður mikið verk að hamra fram propaganda á síðum Mogga og ekki síður mikið verk að berja propagandað inní höfuð innbyggjara.
Síðasta verk stjórnvalda er að búa sig undir að ráðast á þjórsárver.
![]() |
Grallaraspóar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2013 | 01:04
Ha? Hvað er nú þetta fyrir nokkuð?
Þetta verður að teljast afskaplega einkennilegt innlegg hjá Sjöllum. Það er búið að auglýsa þessa undirritun með pompi og prakt hjá ráðuneytinu.
Þar að auki er alveg furðulegt að Sjallar skuli setja sig uppá móti þessu - og á þessu stigi málsins.
Þetta hlýtur að vera einhver boðsskapur til samstarfsflokksinns.
Manni fer að gruna að það sé ekki sérlega gott samkomulag á stjórnarheimilinu.
Maður bara trúir því ekki, neita að trúa, að þeir framsjallar séu að plotta að svíkja í þessu máli líka.

![]() |
Full ástæða til að staldra við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)