18.6.2013 | 23:52
Það eru komnar um 12.000 undirskriftir um óbreytt veiðigjald.
Á nokkrum klukkutímum eru komnar um 12.000 undirskriftir um óbreytt veiðigjald. Sem þýðir að fólk vill að breytingar Framsjallamannaflokksins, pólitískum armi LÍÚ, á lögunum sé hafnað.
Forseti verður augljóslega að svara þessu kalli ef eitthvað samhengi á að vera í athöfnum hans. Hann verður að hafna lögum Framsjallamannaflokksins sem miða að því að aflétta réttbærum skyldum af LÍÚ.
Hvað segja Framsjallamannabændur nú?
Bloggar | Breytt 19.6.2013 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrottalegar aðfarir elítustjórnarinnar við að færa fjármuni frá almenningi til elítunnar og auðmanna eru hrein og klár stíðsyfirlýsing við þjóðina. Elítan ætlar þegar í stað að sýna vald sitt g böðlast á þeim sem minna mega sín í þessu samfélagi hérna á hrottalegan hátt. Aðfarirnar eru ógeðslegar.
Forsætisráðherra elítunnar notaði tækifærið á sjálfan þjóðhátíðardaginn og birtist með þjóðrembingsvöndinn þess albúinn að hýða almenning með honum.
Nú, það er alvitað og þekkt sagnfræðileg staðreynd, að elítan hérna fyrr á öldum setti almenning í gapastokk ef hann var með eitthvað múður og hýddi hann þar. Vel þekkt sagnfræðileg staðreynd.
Hitt er allt annað mál og verður að teljast fréttnæmt og saga til annarra landa, ef almenningur ætlar á 21.öldinni að ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar og jafnvel sjálfhýða sig með þjóðrembingsvendi. Það verður að teljast talsvert fréttnæmt. En sjáum til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2013 | 01:12
Upplýst hverjir eiga Framsjallaflokkinn. (Staðfest)
,,Á árunum 2008-2011 fengu ríkisstjórnarflokkarnir rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans (...) framlög til stjórnarflokkanna fái þeir rúmar 32 milljónir en aðrir flokkar fái samanlagt aðeins tæpar þrjár.
Þegar litið sé til framlaga til frambjóðenda í prófkjörum megi svo sjá að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi fengið rúmar 3,7 milljónir fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009. Á sama tíma hafi frambjóðendur annarra flokka ekki fengið neitt.
Fyrir kosningarnar í ár hafi milljónirnar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu svo verið rúmlega 6,3. Á meðan hafi frambjóðendur annarra flokka fengið um 12.000 krónur. Þetta þýði að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fái um þriðjung allra framlaga frá lögaðilum frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Sama gildi um flokkinn sjálfann, tæpur þriðjungur framlaga lögaðila komi frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi."
http://www.ruv.is/frett/rikisstjornarflokkarnir-thadu-styrki
Fyrsta verk? Hygla eigendunum á kostnað almennings.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)