Um sérkennilegt tal framsóknarmanna og hvort Sjallar verði ekki fljótlega þreyttir á því.

Þó Framsóknarflokkur og Sjallaflokkur séu ákaflega svipaðir flokkar pólitískt séð, hafa að stefnu að hygla þeim betur stæðu á kostnað hinna verr stæðu í gegnum ríkisvaldið og flokkarnir kallast einu nafni Framsjallar, þá er óvenjulegt að Framsóknarhlutinn sé leiðandi í slíkri samstjórn hin síðari ár.

Sérkennilegt tal leiðandi manna og ráðandi í Framsóknarflokknum undanfarið, svo sem formanns og forsætisráðherra og varaformanns og alsherjarráðherra, vekur mikla furðu.  Það verður að segjast eins og er.  Það er eiginlega ógerningur að átta sig á hvert mennirnir eru að fara og má ekki á milli sjá hvor þruglar meira.

Aðrir framsóknarmenn hafa lítið gefið ofannefndum eftir.

Þetta framferði framsóknar skilur eftir spurningarmerki hjá þeim sem fylgjast með pólitík að einhverju ráði.  Þetta samstarf er bara nýbyrjað og í raun var engin ástæða til að gefa ydirlýsingar þvers og kruss.  Þetta vekur upp spurningar um hvort framsókn skorti ekki pólitíska reynslu og bara yfirvegun og ábyrgð.

Nú nú.  Þetta er eitt.  Hitt er svo annað, hvernig ráðandi mönnum og leiðandi í Sjallaflokki  líki þessi gönu- og frumhlaup framsóknar.  Jú jú, maður tekur eftir því að lægra settir menn í Sjallaflokki eru líka að gefa yfirlýsingar - en þegar næst í leiðandi menn hjá Sjöllum, þá eru þeir að tala með allt öðrum hætti en framsóknarmenn.

Þetta mátti m.a. greina afar vel hjá Bjarna formanni Sjalla og fjármálaráðherra núverandi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.  Þó hann léti á litlu bera beinlínis í orðum - þá mátti greinilega heyra örla á pirringi.  Örlaði á pirringi.  Bjarni er náttúrulega mun reyndari ef miðað er við leiðandi öfl framsóknarflokks og hann veit vel að háttalag framsóknarmanna er óheppilegt.  

Þetta samstarf fer ekki vel af stað og má segja að undarlegar uppákomur séu einkennilegri og súrrealískari en nokkurn gat órað fyrir.  Þetta hlýtur að skrifast á reynsluleysi framsóknarmanna og sérkennilega stjórnun og viðhorf  innan flokksinns.   


Bloggfærslur 10. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband