22.5.2013 | 21:16
Það er alveg ótrúlegt að væntanlegur forsætisráðherra landsins tali svona eftir framgang hans sjálfs og meðreiðarsveina fyrir kosningarnar.
Enn ótrúlegra er að svokallaðir ,,fjölmiðlamenn" skuli ekki ganga á drenginn og spurja hvenær tékkinn komi sem hann lofaði.
Tal drengsins um einhvern ,,sjóð" sem á að stofna er auðvitað merkingarlausara en allt merkingarlaust. Hvar ætlar hann að fá peninga til að borga verðbólguna frá 2007-2010?
Heldur fólk kannski og fjölmiðlamenn að það sé bara nóg að stofna ,,sjóð" og þá komi peningar fljúgandi ofan úr himingeimnum eða? Hvaða bull er þetta! Á þetta að vera svona næstu misseri? Bara eitthvert strákabull og vitleysa. Algjörlega hroðalegt að horfa uppá þetta og niðurlægjandi fyrir þjóðina.
![]() |
Heimilin finna breytingar í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.5.2013 | 17:09
Það orð sem manni dettur í hug þegar Framsóknarflokkur og Sjallamannaflokkur eru nefndir er óábyrgð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2013 | 12:21
Framsókn á flótta frá Loforði sínu í tíunda bakkgír.
Þetta er í raun svik frá loforðaflaumsrullu framsóknar. Stjórn hinna sviknu loforða er réttnefni. Allt svikið sem lofað var í kosningabaráttunni. Framsókn lofaði fólki pening fyrir atkvæði. Allt svikið.
Núna er það orðið þannig aðað sennilega fást öngvir peingar frá vondum útlendingum - nema þá hugsanlega eitthvað smotterí eftir mörg, mörg, mörg ár.
Hvað gera bændur þá? Jú, það á ,,kannski" að stofna ,,sjóði".
Hahaha. Stofna sjóði til að ,,leiðrétta verðbólguna frá 2007".
Og hvað eru það miklir peningar?? Ætla Framsóknarmenn að borga þessa leiðréttingu verðbólgunnar frá 2007 úr eigin vasa eða?????????
![]() |
Verðbólguskot verði leiðrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)