Það er alveg ótrúlegt að væntanlegur forsætisráðherra landsins tali svona eftir framgang hans sjálfs og meðreiðarsveina fyrir kosningarnar.

Enn ótrúlegra er að svokallaðir ,,fjölmiðlamenn" skuli ekki ganga á drenginn og spurja hvenær tékkinn komi sem hann lofaði.

Tal drengsins um einhvern ,,sjóð" sem á að stofna er auðvitað merkingarlausara en allt merkingarlaust.  Hvar ætlar hann að fá peninga til að borga verðbólguna frá 2007-2010?

Heldur fólk kannski og fjölmiðlamenn að það sé bara nóg að stofna ,,sjóð" og þá komi peningar fljúgandi ofan úr himingeimnum eða?  Hvaða bull er þetta!  Á þetta að vera svona næstu misseri?  Bara eitthvert strákabull og vitleysa.  Algjörlega hroðalegt að horfa uppá þetta og niðurlægjandi fyrir þjóðina. 


mbl.is Heimilin finna breytingar í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það orð sem manni dettur í hug þegar Framsóknarflokkur og Sjallamannaflokkur eru nefndir er óábyrgð.

Allt yfirbragð samstjórnar Framsjalla er gríðarlega ósannfærandi og óábyrgðin og vitleysið er alveg óskaplegt.  Svokallaður stjórnarsáttmáli er mestanpart gaspur útí bláinn og froða sem ekkert mark er á takandi.  Það er bara alveg svakalegt að fólk skuli hafa kosið þessa elítu til valda hérna og hugsanlega rústa þeir landinu með hreinum óvitahætti.  Gæti trúað því að margir séu nú farnir að sjá eftir því að hafa látið táldragast af þeim silfurskeiðungum.

Framsókn á flótta frá Loforði sínu í tíunda bakkgír.

Þetta er í raun svik frá loforðaflaumsrullu framsóknar.    Stjórn hinna sviknu loforða er réttnefni.  Allt svikið sem lofað var í kosningabaráttunni.  Framsókn lofaði fólki pening fyrir atkvæði.  Allt svikið.

Núna er það orðið þannig aðað sennilega fást öngvir peingar frá vondum útlendingum - nema þá hugsanlega eitthvað smotterí eftir mörg, mörg, mörg ár.  

Hvað gera bændur þá?  Jú, það á ,,kannski" að stofna ,,sjóði".

Hahaha.  Stofna sjóði til að ,,leiðrétta verðbólguna frá 2007".  

Og hvað eru það miklir peningar??  Ætla Framsóknarmenn að borga þessa leiðréttingu verðbólgunnar frá 2007 úr eigin vasa eða?????????

  


mbl.is Verðbólguskot verði leiðrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband