Ætli íslenskir dómsstólar muni dæma verðtrygginu ,,ólöglega"?

Nú er búið að setja einhver slík mál af stað, að mér skilst.  þekki ekki alveg hversu langt eru komin.  Fyrirmyndin að málaferlunum er auðvitað skringilegi dómurinn um ,,ólögmæti" gengistryggingar".  það er reynar ekki alveg gott að átta sig á hverju það skilaði til langs tíma litið.  En kom einhverjum til góða til skams tíma litið.  Í raun var bara dæmt á tæknilegum formgöllum lánveitingar.  Um var að ræða erlend lán og ákveðnir formgallar á lánapappírum sem útbúnir voru af lánveitanda.

Nú, í raun er uppleggið varðandi ,,ólöglegheit" verðtryggingar alveg á sömu nótum.  Verið að höfða til ákveðina tæknilegra atriða í forminu.  Hinsvegar getur verðtryggingardæmi haft fleiri hliðar en gengistryggingardæmið því gengistryggingaruppleggið byggði á því að aðeins mætti vera verðtrygging miðuð við neysluvísitölu á íslenskum krónuskuldbindingum.   Í verðtryggingarupplegginu þá eru menn að vísa út og suður í eitt annað sér til stuðnings og ber að nefna evrópudírektíf þar sérstaklega og að afborganir fram í tímann verði að koma skýrt fram á pappírunum.  þ.e.a.s. að verðtrygging sem slík sé ekki vandamálið heldur formið á lánasamningum.

Eg segi fyrir minn hatt, að það væri alveg eftir öðru hérna ef dómsstólar færu að dæma verðtryggða lánasamninga ,,ólöglega".    Maður yrði ekkert svo mjög hissa þó ísl. dómsstólar færu einhvernveginn að finna út að um,,ólöglegheit" væri að ræða. 


mbl.is Skuldamál heimilanna mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband