25.4.2013 | 23:42
Framsóknarflokkurinn er viðbjóður.
Málið er eftirfarandi sem enginn þorir að segja en eg skal taka að mér: Hvernig Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs og Frosta Sigurjónssonar kom inní aðdraganda kosninganna með sínu uppleggi - er viðbjóður. Hreinn viðbjóður. Það þorir samt enginn að segja eins og er nema alveg hlutlausir aðilar sem horfa kalt og raunsætt á málið eins og ég.
Upplegg Sigmundar og Frosta á eftir að hafa stóralvarlegar afleiðingar á samfélagið. Þarna eru pólitíkusar sem lofa fólki niðurfellingu skulda ef fólkið kýs þá. Þetta er svona viðbjóðsupplegg sem afar erfitt er að ræða á málefnalegum grunni. Það er voðalega erfitt að segja við Jón Jónsson: Eg er á móti því að þú fáir niðurfellingu á láni þínu.
Eg hef tekið eftir því að þetta er að rífa fólk heiftarlega sundur. Það er með miklum ólíkindum að jafn gamall flokkur með þessa innviði og undirstöður - skyldi einfaldlega leyfa þetta upplegg. Slíkur er viðbjóðurinn.
Bloggar | Breytt 26.4.2013 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 12:36
Framsóknarmenn lofa gríðarlegum ójöfnuði manna á millum.
Kosningaloforð framsóknarmanna þýðir hrikalega tilfærslu á fjármagni frá fátækum og Landsbyggðinni yfir til vel stæðra á SV-Horninu.
http://blog.pressan.is/gislibal/2013/04/25/ojafnadarmennska-og-hroki/


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 01:19
Ætli það sé búið að ákveða að dæma verðtryggða lánasamninga ,,ólöglega"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)