14.4.2013 | 22:50
Hvar er þessi frambjóðandi á lista hjá Sjöllum? Fór á kostum í einum umræðuþætti um pólitík í dag fyrir hönd Sjalla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2013 | 17:56
Er heimska innbyggjara stórlega vanmetin?
Nú sér maður í aðdraganda kosninga 2013 að mikið er talað um að stjórnvöld hafi skorið niður á tímabilinu og hækkað álögur. Umrætt virðist koma sumum afsakaplega mikið á óvart. Og manni skilst að það hefði átt að lækka álögur og auka útgjöld. Og ekki bara auka, heldur gera bókstaflega allt mögulegt.
Er það virkilega svo að umtalsverður hluti innbyggjara man ekki hvað gerist 2008 eða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 14:47
Álitsgjafi í umræðuþætti: Ríkisstjórnin jók skatta á þá sem mestu höfðu tekjurnar - sósíalismi andskotans!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 13:21
Það er óvenju mikið bull og skrum í pólitískri umræðu í aðdraganda kosninga 2013 miðað við margar síðastliðnar kosningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2013 | 11:10
Framsóknarmenn við fasteignasala 2003: Fjölskyldurnar í landinu með 60 milljarða í yfirdrátt í bönkum. Nú skulum við bara gefa í!
,,Á fundi Framsóknarflokksins í gær með fasteignasölum og forráðamönnum Íbúðalánasjóðs voru kynntar hugmyndir um það að gera fólki kleift að taka 90% húsnæðislán. Talsmenn flokksins sögðu að fjölskyldurnar í landinu væru með samtals 60 milljarða í yfirdrátt í bönkum landsins og væru að borga himinháa vexti af honum. Segja talsmenn flokksins að með nýja húsnæðislánakerfinu, sem verður komið í gagnið að fullu árið 2007, hafi fjölskyldurnar meira á milli handanna og þurfi síður að nýta sér yfirdráttarheimildir bankanna."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251386&pageId=3469883&lang=is&q=90%20h%FAsn%E6%F0isl%E1n
LOL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 02:40
Ísland 2003: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (...) varar við hugmyndum um að auka húsnæðislán upp í 90%. Framsókn: ,,Þetta eru varkárir menn".
,,Í skýrslu sendinefndarinnar segir að það hvíli fyrst og fremst á ríkisfjármálum og annarri stefnu stjórnvalda að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í því samhengi er varað við því að hugmyndir stjórnvalda um útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs verði að veruleika. Það er sagt geta grafið undan lausafjárstýringu Seðlabankans. ,,Þetta eru varkárir menn og leggja áherslu á að þetta verði innan strangra marka," segir ÁrniMagnússon félagsmálaráðherra..."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263655&pageId=3703300&lang=is&q=%DEetta%20eru%20vark%E1rir%20menn%20%FEetta
LOL. það er mikið ólíkindum skaðinn sem framsóknarmenn hafa unnið landi og lýð. En því skal eigi gleyma að þeir Sjallar voru með þeim framsóknarmönnum í þessari vitleysu eins og annarri á einræðistímabili þeirra. Sjallar geta ekkert firrt sig ábyrgð af þessum hagstjórnarmistökum - sem nánast allar stofnanir innanlands sem utan vöruðu stranglega við! Nema einhverjar framsóknarstofnanir.
![]() |
Syndir framsóknarmanna eru stórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)