13.4.2013 | 22:46
Hvað varð um Framsóknarflokkinn og 400 milljarðana?
Það er ljóst að raunveruleikaþátturinn ,,Launsátursdrama Sjalla" hefur gjörsamlega skyggt á kómedíu þeirra framsóknarmanna, ,,Náð í 400 milljarða af vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu".
Það er alveg ljóst. Framsóknarflokkurinn virðist hafa týnst soldið. Framsóknarmenn verða eiginlega að bæta í. Koma með eitthvað nýtt til að skáka þessu rauveruleikadrama þeirra Sjalla.
Hugsanlega gætu þeir komið með seríu tvö sem gæti heitað: ,,Náð í 500 milljarða frá vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu". það má alveg hugsa sér eitthvað slíkt.
Eitthvað verða þeir sennilega að gera því líklega fær Sjallaflokkur einhverja sveiflu til sín útá dramað og sú sveifla kemur frá Framsóknarflokki ef ekkert verður að gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 17:50
Liðsstjóri launsátursmanna víkur.
Þetta er svona álíka og að Svarthöfði Dufgusson hefði vikið á sínum tíma en Sturla Sighvatsson bara klappaður upp.
,,Friðrik Friðriksson hefur sagt af sér sem formaður kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi." (visir.is)
![]() |
Ber fullt traust til Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 12:38
Launsátrið mistókst gjörsamlega.
Atlaga ákveðins arms Sjalla að formanni flokksinns fer sennilega í sögubækurnar sem misheppnaðasta launsátur ever. Þó má segja sem svo að vörnin við fyrirsátinu hafi verið býsna snjöll og óvenjuleg eða nýstárleg.
Upplegg launsátursmanna var í sjálfu sér ekki al-galið. Þeir földu sig þarna í gildraginu við grjóturðina og létu glytta í rýtingana og vopnin og hugsunin var að formaðurinn neyddist til undanhalds.
En formaðurinn átti þá eitt vopn sem launsátursmenn reiknuðu ekki með. Hann dró tilfinningasverðið úr slíðrum. Á einu augabragði snerist staðan. Launsátursmenn voru neyddir úr felum og út á opið svæði - en það vildu þeir alls ekki og hlupu hver í sína átt eftir gilbotninum og bak við grjóthnullunga. Jafnhliða snerist almannarómur með formanninum.
Hitt er svo annað mál, að ef formaðurinn tekur ekki á þessu og þá þannig að hafi varanleg áhrif - þá stórefa ég að launsáturmenn séu af baki dottnir. Fyrsta sem þeir gera eftir þessa misheppnuðu för sína verður án efa að setja á fund þar sem nýtt plan er samið.
![]() |
Bjarni heldur áfram sem formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)