11.4.2013 | 22:29
Allir frambjóðendur í sjónvarpssal. Kemur ekkert útúr því.
Það að svo mörg framoð eru gerir það að verkum að þegar allir frambjóðendur eru samankomnir í sjónvarpssal - þá verða umræður í raun marklausar. Öll þessi framboð eru þessvegna eyðandi fyrir lýðræðið. Jafnframt í samhengi þess að flest þessara nýju framboða hafa í raun ekkert fram að færa. Ekki neitt.
það eru að vísu helst Björt framtíð sem boðar skynsemi og yfirvegun og svo Píratar sem í grunninn gætu haft smá nýjan vinkil sem að sumu leiti er alveg umhugsunarverður.
Með Píratana per se, þá finnst mér hópurinn samt of sundurleitur til að það fúnkeri almennilega. Það er eiginlega Smári McCarthy sem ber soldið af hjá þeim. Allavega í orðræðu. Og framsetning hans er þess eðlis að maður hefur smá trú á honum. það á þó eftir að reyna betur á það.
Hinsvegar, í heildina, er sumt hjá pírötum hálf útópíulegt og maður er ekki að sjá að hópurinn í heild sé tilbúinn til að fara í ríkisstjórn eða þesháttar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2013 | 18:47
Icesaveskuldin borguð upp í topp plús álag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2013 | 16:21
Tilgangur Regnbogaflokksinns er að hjálpa Framsjöllum.
Regnbogaflokkurinn hefur augljóslega það hlutverk að halda uppi hinni mestu fásinnu og fáheyrðri vanþekkingarvitleysu varðandi Evrópu og samvinnu landa þar sín á milli um sín sameiginlegu mál.
Upplegg einangrunar- og ofstækissinna er þá svona að etja Regnbogaflokknum á foraðið og láta hann tala tómt rangindamalbik og ofsamál - svo þeir einangrunarsinnar í framsjallaflokki komi ekki eins ofstækislega út í samanburði.
þetta er alþekkt trikk og frekar augljóst í þessu tilfelli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Hlera vitlausa menn úti í bæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)