Óvenjuleg útfærsla á aðstoð við Kýpur. Skattur á innstæður í skiptum fyrir hlut í bönkum.

Pakkinn viðist innifela um 10% skatt á innstæður yfir 100.000 Evrur og um 6% á innstæður undir 100.000 Evrur.  

Útfærslan er ekki alveg óvænt því hún hefur verið í umræðunni undanfarana daga.

Bankakerfi Kýpur er um 5X þjóðarframleiðsla, að eg tel.  Kýpur hefur verið gagnrýnt fyrir að taka ekki fastar á peningaþvætti og mikið er um að rússneskir borgar geymi peninga á Kýpur.  Ásamt auðugum frá fleiri löndum, hugsanlega Íslandi.

Nú verður fróðlegt að sjá viðbrögðin.   Sumir spá bank-rönni og/eða aðgerðin veiki trú á bankakerfi annarra landa.  Ljóst er að aðgerðin vekur blendin viðbrögð á Kýpur og fólk er sérlega óánægt með að ekki skuli vera sett breiðara bil milli smárra innstæðna og hinna hærri.

það sem vantar oft í fréttaflutninginn er að innstæðueigendur fá hlut á móti í bönkunum - en sumir gefa að vísu lítið fyrir það því hætta sé á að slíkt verði verðlítið.

En umrædd aðgerð er náttúrulega hluti af miklu stærri pakka.  það á að auka fyrirtækjaskatta og ýmsar fleiri skattahækkanir í kortunum.  Kýpur hefur verið þekkt sem nokkurskonar skattaparadís. 


mbl.is Kýpur fær neyðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband