Sjallar voru á móti því að þeir sem þegið höfðu sveitarstyrk hefðu kosningarétt. Voru á móti því. Þeir litu á þá sem þegið hefðu styrk frá sveit eða bæ sem hverja aðra réttlausa hunda.

Þetta er náttúrulega með slíkum ólíkindum - en lýsir sjallabjálfum og þeirra ofbeldiselítu afar vel.  Afar vel.  Þegar Jafnaðarmenn börðu þessi réttindi í gegn, þessi sjálfsögðu mannréttindi, þá stigu sjallabjálfarnir uppí pontu undir leiðsögn og hvatningu sjálfs goðsins Jóns Þorlákssonar yfirmógúl - og voru á móti og beittu yfirgangsofbeldi og Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti og Sjalli var látinn segja:

,,Það er mér mjög ógeðfelld tilhugsun, að menn, sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum.“ Og hann bætti við: ,,Ef veittur endurkræfur sveitarstyrkur hefur ekki réttindamissi í för með sér, mun það verða rothögg á sjálfsbjargarviðleitni margra og auka sveitaþyngslin að miklum mun, og ætti það að vera tryggt með stjórnarskránni, að slíkt kæmi ekki fyrir, alveg eins og það er tryggt með henni, að þjófar og bófar hafi ekki kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis."

það er alveg óskaplegur hryllingur hvernig þessi elíta hefur hagað sér í gegnum tíðina.  Alveg óhugnalegt. 


Sjallar voru á móti því að sjómenn fengju lögbundinn hvíldartíma og beittu þjóðrembingssvipunni miskunarlaust á vesalings innbyggjara hérna.

Hugsa sér illmennskuna.   Við erum að tala um að þeir Sjallar létu verkamenn á sjó vinna dögum saman án svefns.  Dögum saman.    Það er ekki víst að allir nútímamenn fatti undireins hvaða afleiðingar það hefur.  Að vaka eina nótt - það hefur áhrif.  Margir þekkja það.  En við erum að tala um að þeir Sjallar létu verkamenn vaka marga sólarhringa.  Því fylgir að fólk verður ruglað.  Eins og það sé bilindfullt eða á lyfjum.  þessu fylgdi svo slysaætta og afar skammur tími sem menn endust á sjó.  3- 5 ár.  þá voru menn búnir að vera.  þetta fnnst þeim Sjöllum bara sjálfsagt.  Bara sjálfsagt.   

Svo þegar Jafnaðarmenn börðu þau réttindi fram til handa sjómönnum að fá 6 tíma lögbundinn hvíldartíma - þá komu þjóðrembingssvipan á loft frá sjallabjálfaófétunum og létu þeir nefnda svipu ríða á vesalings innbyggjurum hérna.  Td. sagði Pétur Ottesen Sjallabjálfi þessu viðvíkjandi þegar Jafnaðarmenn komu þessum lögum í gegn, Vökulögunum:

,,Það er eitthvað hárugt við það hvernig mál þetta er upphaflega komið fram. Þetta er alls ekki runnið undan rifjum íslenskra sjómanna. Þetta er ekki sprottið úr íslenskum jarðvegi. Þetta er erlend farsótt."


Sjallar voru á móti Alþýðutryggingum eins og þeir hafa verið á móti öllum réttarbótum til handa almenningi frá því að land byggðist og viljað lúberja almenning með þjóðrembingssvipunni til hagsbóta fyrir elítuna.

Í tilefni Alþýðutrygginga um 1936 kom einn Sjallinn upp og mælti:

,,Eftir því sem sósialistar eru sterkari í löndunum eftir því er meira um alls konar tryggingar, (...) allt fjötrað og flækt í eintómum tryggingum, tekið stórfé af atvinnufyrirtækjunum, og mun ég því greiða atkv. á móti þessari till."

Það er alveg óskapleg að sjá þetta. Hvernig þeir sjallar hafa alltaf viljað lúberja almenning til hagsbóta fyrir sjallaelítuna. (Og þetta er bara eitt dæmi)

þarna skulu menn taka eftir einu. Hvernig þeir beita kjánaþjóðrembingi. Að hugmyndir um tryggingar séu frá vondum útlendingum og þá helst sósíalískum útlendingum. það er enn hægt að sjá þetta þema hjá framsjallaelítunni í dag.


Bloggfærslur 11. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband