Svo sögðu erlend blöð:
,,Fyrst nú, nokkrum vikum eftir hina vellukkuðu Alþingishátíð, er almenningur smám saman að komast á snoðir um óhapp, sem hefði getað orðið til hinnar óskaplegustu óhamingju. Rétt áður en Danakonugur, sem er eins og kunnugt er, þjóðhöfðingi Íslands, ætlaði að halda hina miklu ræðu sfna, tók íslenska lögreglan með hjálp danskra og enskra glæpamálasérfræðinga fasta tvo karlmenn, sem ætluðu að myrða konunginn og höfðu undirbúlð tilræðið út í æsar.
Konunginum hafði borist síðasta mánuðinn bréf, áður en hann fór frá Kaupmannahöfn, þar sem skorað var á hann að fara ekki til íslands og vera ekki viðstaddur vlð Alþingishátíðahöldin, því hann myndi ekki sleppa lifandi frá íslandi.
Konungurinn var samt sem áður ákveðinn í því að fara. Á meðan á hátíðinni stóð, hafðist konungur við í tjaldi, sem reist hafði verið handa honum og nákvæmur vörður var haldínn um. Leynilögreglumaður sá, sem gætti konungsins, tók nú eftir tveimur mönnum, sem héldu sig grunsamlega oft í námunda við tjaldið, enda þótt þeir heyrðu þar ekki til.
Um morgunin, aðalhátíðisdaginn, þegar konungurlnn var að ljúka við undirbúning hátíðaræðu sinnar, sáust þessir menn báðir nálægt tjalddyrunum og var því i samráði við íslensku stjórnina ákveðið að taka þá fasta. Báðir báru á sér hlaðnar marghleypur ásamt handsprengjum, og við rannsókn á tjaldi þeirra fanst vítisvél sem þó vantaði í sterka sprengihleðslu.
Leynileg, en mjög gagngerð eftirrannsókn leiddi til þess, að teknir voru fastir tveir aðrir karlmenn og ein kona.
það sem gerir atburð þenna enn þýðingar meiri, er það, að þetta voru þektar íslenskar persónur, sem mikið hefur borið á í opinberu lífi höfuðstaðarins. Allir fangarnir tilheyra hinum svonefnda íslenska sjálfstæðisfiokki, sem eins og kunnugt er heimtar að losna strax við Danmörku og ber ofstækisfult hatur í brjósti til allra Dana.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=317197&pageId=4958714&lang=is&q=Neueste%20Nachrichten
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 11:51
Lánshæfi Íslands óbreytt samkvæmt Múddý.
![]() |
Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs batnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 00:04
Verður LÍÚ skaðabótaskilt gagnvart þeim Kolgrafarfirðingum?
![]() |
52 þúsund tonn af síld drepist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)