Einn vodkapeli = Eitt atkvæði.

Fræg er sagan af frambjóðandanum í gamla daga í sjávarþorpi nokkru sem bauð fólki vodkapela fyrir að kjósa sig.   Sennilega hefur þetta gerst í mörgum þorpum því sagan hefur verið heimfærð uppá nokkur þorp í mín eyru frá mismunandi sögumönnum.   Eitthvað er mismunandi í frásögnum hve margir eru taldir hafa tekið tilboðinu.

Ofansögð athöfn er eitt og var  mestanpart sprellskapur .

En það að bjóða fólki beinlínis pening fyrir að kjósa sig eins og framsetti flokkurinn gerir á íslandi þessi misserin - þetta er barasta algjörlega með miklum ólíkindum.  Hann býður fólkinu bara peninga. Endurgreiðslu á lánum.  Almenningur borgar.

 Kjósið mig - og eg mun gefa yður pening!

Hvert er þessi þjóð eiginlega að fara? 

  


Hugsanavilla Sjalla varðandi það hvað verðtrygging er.

Þeir Sjallar segja í einni sinni ályktun sem barst af furðufundi um helgina:

,,Verðtrygging hefur bæði kosti og galla. Hún ver sparnað en getur magnað skuldir eins og dæmin sanna."

http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/stjornmalaalyktun_landsfundur2013.pdf

þetta er bara alvarleg hugsanavilla og sætir furðu að svona komist inní einhverja ályktun eða samþykkt.

Verðtrygging gerir það að verkum að peningaupphæð sem er verðtryggð - heldur raunverðgildi sínu. Bæði á sparnaði og á skuld.  Hún ,,magnar" ekkert annað umfram hitt.  

Var engin unglingur þarna til að skýra þetta út fyrir þeim eins og unglingarnir skýrðu út fyrir þeim að ekki væri hægt að taka upp Canon lög hérna 2013?

Verðrýrnun krónu? Sjallar aldrei heyrt um það? Verðtrygging viðheldur bara raunverðgildi krónu frá degi til dags. Allt og sumt.   Krónu sem er eitthvert sérstakt sáluhjálparatriði hjá þeim að Ísland hafi sem gjaldmiðil.


Bloggfærslur 26. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband