24.2.2013 | 22:08
Sjallar ætla að ,,afnema forréttindi kröfuhafa í þrotabú Landsbankans".
Mikið hefur verið hlegið að öllu því búllsjitti sem kom frá furðufundi sjallaflokks um helgina. Annað sem frá þeirri samkundu kom er hinsvegar annaðhvort skuggalegt eða þvílíka steypan að ógerlegt er að átta sig á hvert kallagarmarnir voru að fara og í sumum tilfellum var vitleysan slík að þeir dreifðu ályktunum með vinstri hendinni sem þeir drógu jafnharðan til baka með þeirri hægri. Eftirfarnandi væri ágætt að fá smá túlkun á á mannamáli:
,, Forréttindi erlendra kröfuhafa, með undanþágum frá gjaldeyrislögum sem veittar voru þrotabúum föllnu bankanna, þar með talið þrotabúi Landsbanka Íslands og kröfuhöfum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, þarf að afnema. Slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi."
http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/efnahags_og_vidskipta_loka.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2013 | 02:22
Skemmtiatriði frá fundi furðuflokks Sjalla. (Video)
Frægt varð á fundi nefnds flokks um 2009 þar sem þeir settu upp leikritið um Ræningjana þrjá - og voru gagnrýnendur sammála um að afar vel hafi verið flutt og leikurinn allur svo eðlilegur að varla hafi verið greinanlegt að þeir væru að leika.
Nú, í þetta skipti settu þeir á svið leikþátt sem byggður er á biblíusögunum og þar samanvið fléttuð stefna Sjallaflokks og framtíðarlagasmíði. þá verður það þannig á næsta einveldistíma Sjalla að öll lagasetning mun byggjast á ,,boðorðunum tíu". Af leikþættinum er öll hin mesta skemtan en þó finnst sumum gagnrýnendum stykkið á köflum of absúrdkent.
![]() |
Kristin gildi ráði við lagasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2013 | 00:22
Skrautlegur Sjallaflokkur.
Um helgina hafa borist tíðindi af einhverri samkundu sem elítuflokkurinn Sjallar héldu einhversstaðar og þarf ekki að orðlengja það að því fleiri tíðindi sem berast af trúsöfnuðinum og þeirra uppástungum varðandi þjóðmál og ráðagerðir allar - því meir dettur manni í hug sögur af Bakkabræðrum. Slík er vitleysan og blábjánahátturinn sem tiðindin innifela.
Ofanlýst væri svo sem í lagi útaf fyrir sig. En það eru alvarleg tíðindi inná milli. Inná milli eru tíðindi sem eru eigi skemtiefni og virðast einkennast af af kolsvörtum öfgum og yfirgangi svo öllum skynsömum mönnum hlýtur að hrylla við og ofbjóða.
Ef þessi flokkur nær fyrri einveldisstöðu í kosningum eftir 2 mánuði - það væri algjörlega óskaplega sorglegt fyrir þetta land og skaðlegt fram úr hófi og mun jafnvel vísa á Sjallahrun II eftir ekki mjög mörg ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)