17.2.2013 | 01:27
Eru óverðtryggð lán ólögleg?
,,Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum sem boðist hafa á íslenskum markaði er hægt að fá með tvenns konar greiðslufyrirkomulagi og ýmist til 25 eða 40 ára. Annars vegar er boðið upp á lán með jöfnum greiðslum, en þar er samanlögðum afborgunum höfuðstóls og vaxta jafnað yfir lánstímann svo að greiðslur haldist stöðugar á lánstímanum. Meirihluti greiðslu fer þá í vexti fyrrihluta lánstímans en það hlutfall sem fer til afborgunar höfuðstóls hækkar eftir því sem líður á lánstímann. Greiðslur slíkra lána eru endurreiknaðar ef vaxtabreyting verður og hækkuninni (eða lækkuninni eftir því sem við á) dreift yfir þann hluta lánstímans sem eftir er."
http://www.fme.is/media/frettir/Overdtryggd-lan--_15-5.pdf
Eg get ekki séð annað en þetta sé kolólöglegt.
þarna er nú skýrlega sagt að lánin verði ,,endureiknuð" eftir behag á lánstímanum! Kannski 40 ára lánstíma. Og greiðslur verði eitthvað allt annað en upphaflega var sagt. þetta er kolólöglegt. Augljóslega.
![]() |
Krefjast fundar um verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)