1.2.2013 | 18:07
Nú já. ,,Evrópa að hrynja"? LOL.
það væri frekar að Moggi mundi fjalla nánar um og greina aðgerðir þeirra Hollendinga varðandi SNS Bank. Tekinn yfir af ríkinu - allar innstæður tryggðar í samræmi við Evrópulaga og regluverk þar að lútandi.
það var nú allt hrunið.
![]() |
Icesave áfall fyrir bankakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
og það mun alltaf koma landi og lýð betur. það er bara þannig.
Skuldin verður náttúrulega borguð gegnum Landsbankann og löngu búið að semja um það og allt frágengið um 2010. Allt borgað uppí topp gegnum Landsbankann sem er mestanpart í ríkiseigu. Plús álag sem eru sennilega mörg mörg prósent í heildina.
þvarg í dómssölum stóð aðeins um hvort landið vildi vera opinbert vanskilaríki og vera eitt landa í siðmentuðum lýðræðisheimi sem opinberlega hefur að stefnu að mismuna útlendingum.
Nú, þessi dómur kom sér hjá að svara lagalegum atriðum og er í raun merkingarlaus enda ekki frést af neinum sem telur hann skipta einhverju máli þessu viðvíkjandi.
það er þá aðallega að dómurinn þykir merkilegur varðandi bókmentadóma því talsverðu fútti er eytt í að fjalla um skrif Prof. Stiglitz um moral hazard.
Síðan hvenær hugleiðingar Prof. Stilitz urðu hluti af EU laga og regluverki eiga margir erfitt með að átta sig á. Sem vonlegt er.
![]() |
Samningaleiðin var ábyrga leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
1.2.2013 | 11:14
Innstæður í SNS Bank ótryggðar! LOL.
það sem er hinsvegar óvenjulegt við þetta er að bondholders svokallaðir, eða hltabréfaeigendur, taka hárklippingu, að því er virðist. Allavega hluti þeirra.
Nú ætti moggi að vera á tánum og upplýsa almennilega hvað hollendingar gera. Nægur er mannskapurinn á mogga til greina þetta mál.
![]() |
Hollenskur banki þjóðnýttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2013 | 00:51
Um hrun banka og frasa- og áróðurskennda umræðu hægri afla um efnið.
Skrítin og skringileg er umræðan og sérstaklega hjá hægri öflunum um hrun banka og fjármálakerfis. það er eins á kostnaður ríkis af hruni fjármálakerfisins hérna hafi aðeins og eingöngu verið Icesavereikningarnir sem voru netreikningar í B&H reknir í útibúaformi af íslenskum banka, undir íslensku eftirliti og með íslenska lágmarkstryggingu. Rétt eins og hvert annað útibú á Ísafirði (Ef það er þá banki þar).
Að mínu áliti er þetta vísvitandi áróður hægrimanna. Og má þá segja að þetta Icesavemál hafi verið mikill happafengur fyrir þá.
það að 90% af fjármálakerfi landa hrynji á einum degi - það hefur auðvitað margvíslegan kostnað í för með sér sem lendir á Ríkinu.
það sem menn sumir virðast eiga erfiðast með að sjá fyrir sér eða horfa á úr yfirsýn er, að bankakerfi er dáldið sérstakur rekstur. það er ekki eins og hver önnur sjoppa útí bæ. Mann hugsa þetta soldið þröngt margir. Menn hugsa þetta soldið í umræðunni svona og í þessari röð: 1. Banki gjaldþrota. 2. Ég á að borga. 3. Ég vil ekki borga. Svo er ekkert hugsað meira.
Vandamálið er að þetta er ekkert svona einfalt. þetta hugsanaferli er gagnlaust. En áróðurinn og frasarnir ganga vel svona. það er auðvelt að lýðskrumast í kringum slíka uppsetningu.
það er alveg sama hvað mönnum finnst um hegðan banka og fjármálabatterísins, að slík starfsemi er hluti af hryggjastykki nútíma samfélaga. Samfélag án bankastarfsemi er skrítin tilhugsun. Ríki verða alltaf að koma inní dæmið með einhverjum hætti ef verulegt áfall verður í bankastarfsemi. Að gera ekkert hefur enn meiri skaða í för með sér.
þessvegna verður ríkisvaldið að hafa strangt og effektíft eftirlit með bankakerfi og fjármálastarfsemi. það er aldrei hægt að gefa bankastarfsemi fullkomlega frjálsar hendur.
Megintilgangur eftirlitsins á að vera að viðkomandi starfsemi byggi ekki upp startegíska áhættu fyrir landið eða efnhags landa í heild þannig að veruleg ógn verði að.
Lausnin er ekki ,,að láta banka fara á hausinn" eins og sagt er. Lausnin er að hafa það gott eftirlit með starfseminni að ríkið komi ekki til með að skaðast þó bankar fari á hausinn og í öðru lagi helst að koma í veg fyrir að þeir fari á hausinn. það á ekki að gera með björgunum heldur með eftirliti sem miðar að því að það þurfi aldrei neina björgun.
það er auðvitað tóm vitleysa og ábyrgðarleysi af fyrstu gráðu að láta bankakerfi örríkis vaxa í 10X þjóðarframleiðslu. Áhættan er allt, allt, alltof mikil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)