,,Þetta verður gert með því að lækka hámark barna- og vaxtabóta, en lækkunin bitnar harkalega á tekjulágum barnafjölskyldum og fólki sem glímir við verulegan skuldavanda." http://www.dv.is/frettir/2013/12/8/tekjulagar-barnafjolskyldur-undir-nidurskurdarhnifinn/
Það gengur allt eftir er eg hef mælt. Elítan er sett á bótabætur en framsóknarsvipan á loft og hinir verr stæðu lúbarðir. Á meðan hörmungarstjórnin níðist á þennan hátt á þjóðinni eru framsjallar alveg eins og hrægammar í framan. Græðgin, illgirndin og ágirndin óhugnaleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2013 | 14:24
Framsókn: Svikin loforð allstaðar. Elítubætur á sínum stað.
Kosningaloforð framhörmungarinnar: ,,setja lyklalög sem geri lánþega kleift að afsala eign sinni til lánveitanda án þess að það leiði til gjaldþrots."
Efndir: Framsóknarmenn segja við fólk í vanda: Hundskist í gjaldþrot vesalingarnir ykkar! Síðan hefja þeir framsóknarsvipuna á loft og lúberja hina verst stæðu í samfélaginu!
Það er ekki til aumingjalegri og hrægammslegri framkoma en framsóknarmenn hafa sýnt þjóð sinni. Skömm þeirra mun uppi meðan land byggist.
Lofað var a.m.k 300 milljarða skuldarniðufelling fríkeypis og í framhaldi allt handa öllum og framsóknarparadís strax og fólk mátti ganga inn og út skilandi lyklum án nokkurra afleiðinga.
Nú nú. Svo ljúga framsóknarmenn og svíkja sig á ofanlýstan hátt að kjötkötlunum - og þá er framsóknarsvipan á loft og fólk í vanda er lúbarið! Síðan millifærsla frá hinum verr stæðu yfir til hinna betur stæðu sem eru í engum vanda og allt borgað úr ríkiskassanum.
Á meðan framsóknarmenn framkvæma sínar hörmungaaðgerðir þá eru þeir í framan eins og hrægammar.
Biskupinn syngur svo framsóknarsálma yfir hörmungunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2013 | 00:36
Skuldaniðurfelling framsjalla. Hver borgar?
Mikið hefur verið fjallað um hörmungartillögur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á leiksýningu í Hörpu nýverið. Litla sem enga athygli eða alvöru umræðu hefur fengið í própagandafjölmiðlum framsjalla, að tillögurnar sem á að framkvæma í eftir 1/2 ár a.m.k. eru ófjármagnaðar. Ríkisstjórnin segir bara að millifærslan eigi ekki að koma við ríkiskassann - sem hún gerir þó augljóslega. Vegna þess að óljósar hugmyndir eru um skatt á þrotabú gömlu bankanna (fyrirætlaður aukaskattur á nýja bankanna er ekki neitt neitt í þessu samhengi) og sá skattur rynni í ríkiskassann og eftir að peningur er kominn í ríkiskassann - þá er það bara einn pottur. Ríkiskassinn er ekkert hólfaður niður. Hann er bara einn pottur og síðan er skattfé útdeilt úr honum í samræmi við pólitískar áherslur ráðamanna. Áherslurnar núna eru að útdeila sem mestu til hinna betur stæðu sem er auðvitað í takt við pólitík framsóknar og sjalla. Nú, segjum sem svo að skatttekjurnar frá þrotabúunum skili sér ekki eða skili sér ekki eins vel og ætlað er - hvað þá? Verður þá hætt við niðurfellinguna?? Ekki sagði Haglabyssu-Frosti í Kastljósi (en það er í eina skipti sem nokkrum fjölmiðli hefur dottið í hug að spurja framsóknarmenn útí umrætt atriði). Nei nei, sagði frosti. Niðurfellingin kemur samt. Ok. Hvað er það þá annað en ríkisábyrgð á 80 milljörðum um mitt næsta ár sem verið er að boða? Eg skil tæplega hvernig hægt er að komast upp með þá umræðu er framsóknarmenn standa fyrir. Ef hugsanlegur skattur á þrotabúin er ekkert aðalmálið við fjármögnun - nú, þá eru menn að boða ríkisábyrgð og alveg stafa hana fram þó þeir svo neiti þvíá hina hliðina. Merkileg umræðuhefð hér uppi oft á tíðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)