15.12.2013 | 22:45
Aðeins um 20% ánægðir með skuldaniðurfellingartillögu Framsóknarflokksinns samkvæmt netkönnun DV.
http://www.dv.is/fb/konnun/hvad-finnst-ther-um-fyriraetlanir-rikisstjornarinn/nidurstodur/
Þetta er alveg óskaplega lítið og það hljóta að fara að renna tvær grímur í ríkisstjórnina. Þetta er u.þ.b kosningafylgi Framsóknar. Í rauninni er þetta alveg fáránlegt. Um 20% ánægðir. Allir aðrir eru óánægðir með hörmungartillögurnar. En ok. kannski skiljanlegt að sumu leiti að framsókn haldi fast við þessi sögulegu svik og djöflist í própaganda sínu. Vegna þess að þeir hafa í raun lagt allan peninginn á þessa tölu. Sýnt af sér eindæma pólitískt dómgreindarleysi að leggja öll eggin í sömu körfuna og eru nú búnir að mála sig gjörsamlega útí horn og má skýra það að stóru leiti með reynsluleysi forsprakkanna.
En furðu vekur ef ekki fer að heyrast opinberlega hljóð úr sjallahorni. Það er alveg vitað að stór hluti flokksinns er afar óánægður með þetta og telur uppleggið óraunsætt. Kannski um 1/3 hluti flokksinns algjörlega á móti af prinsippástæðum og annar 1/3 á móti vegna þess að þeir telja óskynsamlegt og óraunsætt. Það verður með ólíkindum ef Framsókn tekst að keyra Sjallaflokk niður í þessu máli. Miklu líklegra er að málið fari í breytingaferli í þinginu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2013 | 13:00
Meirihluti innbyggja kaus vitleysinga til einvalda í apríl 2013. (Staðfest.)
,,Ísland mun leita leiða til að fá Evrópusambandið með góðu eða illu til að standa við samninga vegna IPA-styrkja kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun." (Visir.is)
Og þessa vitleysinga kaus meirihlutinn vegna linnulaus öfga- og ofsaprópaganda sem barið var inní höfuð innbyggja með própagandarörum elítunnar. En sem kunnugt er hefur elítan öll tök, beint eða óbeint, á svokölluðum fjölmiðlum hérna og nú síðast veittu þeir RUV þungt högg og hafa sennilega náð kverkataki á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)