Ójafnaðarartillögur Ójafnaðarstjórnarinnar munu líklega lækka lánshæfismat ríkissjóðs.

Það er erfitt að koma auga á ástæður fyrir því að tillögur Ójafnaðarstjórnarinnar sem kynntar voru á leiksýningu í Hörpu verði ekki til lækkunar á lánshæfi ríkissjóðs.  Ríkið er að taka þarna 80 milljarða á sig á næstu misserum auk þess sem tekjur ríkiskassanns eru rýrðar með skattaafslætti.  Jafnframt er erfitt að koma auga á ástæður fyrir því að ef tillögurnar ná fram að ganga eins og þær voru kynntar um 80 milljarða skuldaniðurfellingu - að það leiði ekki, fyrr frekar en síðar, til verðbólgu með tilheyrandi.  Auk þess setur maður spurningamerki við stýrivexti.  SÍ þarf sennilega að hækka stýrivexti bara útaf niðurfellingunni einni saman.  Annað væri óábyrg stjórnun peningamála.  Ef allt framantalið kemur til - þá geta samlegðaráhrifin orðið ófyrirsjánleg.

Þingmaður Sjallaflokks varar stórlega við kosningasvikum Framsóknarmanna. Leysir engan vanda og sennilega verði flestir í verri stöðu en áður.

,,Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirhugaðar skuldaaðgerðir engan vanda leysa og að menn verði jafnvel verr settir á eftir.

Vilhjálmur segist setja ýmis spurningamerki við tillögur að aðgerðum til skuldalækkunar heimilanna. Hann fagnar því að iðgjöld af séreignarsparnaði verði látin renna til íbúðakaupa, það leiði til sparnaðar og til þess að fólk geti lagt fram eitthvað eigið fé í fasteignakaupum.

,,Hinn hlutinn, hann kann nú að leiða til þess að hér verður ný kollsteypa, nýtt verðbólguskot, nýtt gengissig þannig að allir verða í verri stöðu eftir en áður. Ég set sérstaklega spurningamerki við þær afleiðingar sem mér voru kynntar síðast í gær þar sem þetta átti að vera nokkurn veginn á núlli, en það bara gengur engan veginn upp. Maður veit nokkurn veginn hvað gerist þegar hreyfingar verða á krónueign þrotabúanna. Krónueign þrotabúanna, hún er fyrir þrotabúin einskis virði vegna þess að það er ekki hægt að breyta þeim í erlenda mynt og hún er jafnhættuleg þegar hún kemur inn í raunsamfélagið og leiðir það bara til verðbólgu."

Vilhjálmur segir að verst setti hópurinn, þeir sem eru með lágar tekjur og há lán, verði áfram í vanda og jafnvel verr settur. Þá tekur hann undir að fjármögnun aðgerðanna sé óviss og hann segir skattlagningu á þrotabú bankanna vera alveg á jaðrinum. Hvað varðar skattlagningu á starfandi banka, sé um að ræða skattlagningu á skuldir sem séu innlán og bætist þar við skattlagningu á fjáreignatekjur og auðlegðarskatt og þar með orðin stór spurning hvar mörkin á milli skattlagningar og eignarnáms liggi. Vilhjálmur segir framleiðslugetu samfélagsins ekkert breytast við þetta og hann hafi miklar áhyggjur af verðbólgu sem af hljótist, sem geti orðið býsna mikil."

 

http://www.ruv.is/frett/vilhjalmur-efast-um-skuldaadgerdir

80 milljarðar á ábyrgð ríkisins um mitt næsta ár ef af verður (Sem eg efast reyndar um)

Þá er ljóst að framsóknarmenn hafa svikið kosningaloforðavitleysislýðskrum sitt á afskaplega ómerkilegan og böðulslegan  hátt.  300-400 milljarðarnir sem mjög vondu útlendingarnir  áttu að borga er orðið að 80 milljörðum úr ríkiskassanum og þ.a.l. almennings.     Það er algjört einsdæmi og heimsmet að flokkur hafi logið sig á þennan hátt til valda.   Lofa feitum tjékka sem ekki á að hafna nein áhrif á ríkissjóð.  Síðan þegar komið er að kjötkötlunum er svipan dregin upp og almenningur lúbarinn.  Almenningur var þá vondu hrægammarnir að áliti framsóknarmanna.  Það er alveg heimsmet að pólitískur flokkur ráðist svona að sinni eigin þjóð.  Nú, aðrir hlutar málsins varðandi séreignasparnaðinn og skattaafslátt verður auðvitð á kostnað ríkisins með einum eða öðrum hætti.  Þetta verður allt einhversstaðar að koma niður og þá er sennilegt miðað við reynsluna af elítuflokkum framsjalla að fátækir og sjúkir verði fyrstir til að fá að finna fyrir því.  Síðan almennt hinir verst settu í samfélaginu.  Þetta er allt hið hörmulegasta mál framferði elítuflokkanna og til stórtjóns fyrir land og lýð í heild til engri tíma litið.
mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband