Feiti tjékkinn frá framsóknarmönnum verður settur í póst á morgun. Þeir sem eru með netbanka fá sjálfsagt millifært bara beint inná netreikning.

,,Á morgun mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita munnlega skýrslu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Bíða margir spenntir eftir þessari skýrslu forsætisráðherrans enda fjallar hún um eitt stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins og verður forvitnilegt að heyra hvernig því máli vegnar.

Í september síðastliðinn sagði Sigmundur Davíð í Kastljósinu að í nóvember, sem er genginn í garð, geti fólk séð hversu mikið verðtryggð lán þeirra verða felld niður. Sagði hann í Kastljósinu vinnu sérfræðihóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána miða vel og að hópurinn muni skila niðurstöðum í nóvember.

Sagði hann jafnframt í þessu sama viðtali að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins geti fólk séð hvað hópurinn vinni að því að útfæra. Sagði Sigmundur að fólk gæti áætlað stöðu sína nú þegar og eftir leiðréttingu með því að lesa stjórnarsáttmálann og þegar sérfræðihópurinn hafi skilað af sér sínum niðurstöðum ætti fólk að hafa góða hugmynd um eigin stöðu.

http://www.dv.is/frettir/2013/11/6/mikil-eftirvaenting-eftir-skyrslu-sigmundar-um-skuldavanda-heimilanna/


Furður framsóknarmanna.

Það er aldeilis mannskapurinn sem kjósendur framsóknarflokksinns hafa sent inná Alþingi.  Hafa framsóknarmenn aldrei heyrt um hve hættulegt popúlískt lýðskrumsbull er fyrir efnahag og peningastjórnun landa?    Halda framsóknarmenn að það komi ekki einhverstaðar fram þegar lofað er feitum tjékka, samanlagt UPPÁ MÖRG HUNDRUÐ MILLJARÐA gegn því að fólk kjósi sig?  

Framsóknarflokkurinn hefur í raun hótað því að setja landið á hliðina, láta krónuna falla eins og stein og rýra lífskjör almennings í landinu með feita tjékka og verðtryggingartjékka.    Í raun hafa þeir hótað því að rústa efnahags- og peningalegum stöðugleika í landinu.  

Og halda menn að þess sjáist hvergi staðar?  Að sjálfsögðu kemur það m.a. fram í því að alls ekki, alls ekki, er annað hægt en halda stýrivöxtum óbreittum og helst hefði þurft að hækka vexti stórlega um leið og framsóknarmenn komust að kjötkötlunum.  Og það verður sjálfsagt gert í framhaldinu.    Eitthvað verður að gera til að hefta lýðskrumseffekt framsóknar.


mbl.is Furðar sig á Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn sjást tæplega í vinnunni og Sjallar lítið.

Það hefur vakið athygli landsmanna undanfarið hve framsóknarmenn og sjallar stunda illa sína vinnu sem þjóðin er látin borga þeim stórpening fyrir.  Þetta lið sést víst tæplega á Alþingi.  Í mesta lagi þetta komi og stimpli sig inn - og svo er það bara farið að leika sér útí bæ eða í Karabíska hafinu.   Sem vonlegt er þá rekur landið bara á reiðanum á meðan og nú er orðið umtalað að ríkisstjórnin sé að baxast og puðast við af engri verkkunnáttu og litlu viti að sigla skútunni til hafnar í AGS.    

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að sigla skútunni til hafnar AGS?

Það er ekkert erfitt að trúa því vegna þess að ráða-, verk- og vitleysi núverandi ríkisstjórnar er algjört.  Helstu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar bulla bara eitthvað þegar þeir tjá sig á milli fría á fyrsta farrými í Karabíska hafinu.   Ríkisstjórn, að vísu, hefur gert eitt.  Aflétti sanngjörnum álögum á múltímilljarðera og færði auknar byrðar á herðar sjúklinga og hinna verr stæðu.  Það er alveg í eðli þessara flokka.  Hygla hinum betur stæðu og refsa hinum verr stæðu.    Síðan var það bara Karabíska hafið.  Núverandi ríkisstjórn siglir skútunni í átt til hafnar AGS, að því er virðist.
mbl.is Samkomulag með stuðningi AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband