20.11.2013 | 11:07
Boltaspark á Balkanskaga.
Raunsætt mat hefði verið að Ísland þurfti algjöran toppleik til að sigra í gær og mótherjinn afar slæman leik. En hérna uppi var þessu snúið á haus uppá íslenska lagið. Það var nánast forsmsatriði að vinna króata í umræðunni svokölluðu hér uppi í fásinni.
Staðreyndin er, að Króatar eru bæði með betri einstaklinga, mun meiri breidd og þ.a.l. sterkari liðsheild. Sterkara lið en Ísland. Þetta er bara kalt mat.
Ofannefnt breitir því þó ekki að lakari lið geta alveg sigrað sterkari lið í fótbolta sem dæmin sanna. Það var samt ekkert í fyrri leiknum sem gaf tilefni til sérstakrar bjartsýni.
Það sem skipti síðan svo miklu máli var að króatar eru miklu mun reyndari en íslenska liðið. Flestallir í liðinu eru þrautreyndir landsleikjamenn.
Það skeði svo eins Kári Árnason lýsir ágætlega á fotbolti.is, að króatar: ,, lágu á íslendingum eins og mara" frá byrjun leiks.
Þrautreyndir og þaulæfðir í landsleikjum og vissu algjörlega hvað þyrfti að gera og lásu rétt í allt sem íslenska liðið reyndi að framkvæma.
Þar með náðu þeir yfirþyrmandi stöðuyfirburðum sem Ísland átti engin svör við og gat ekkert brotið upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einungis sjö prósent kröfuhafa í þrotabú Glitnis keyptu kröfur þegar verðið var í lágmarki, og greiddu fyrir þær að meðaltali 14 prósent af upprunalegri upphæð. Núverandi kröfuhafar hafa, að jafnaði, eignast kröfurnar með rúmlega helmings afslætti.
Slitastjórn Glitnis fékk ráðgjafarfyrirtækið Moelis & Company til að greina viðskipti með kröfur í þrotabú Glitnis frá hruni. Meirihluti kröfuhafa keypti kröfur á síðustu fjórum árum. Í þeim hópi eru margir vogunarsjóðir. Meðalkaupverð þeirra er 28 prósent af upphaflegu verði. 29 prósent kröfuhafa hafa átt kröfur sínar frá því fyrir hrun og greiddu því nánast fullt verð, eða 97 prósent fyrir þær.Einungis sjö prósent kröfuhafa keyptu kröfurnar á fyrstu mánuðum eftir hrun, þegar verðið hrundi. Moelis & Company meta að meðalverð þessara krafna sé 14 prósent af upphaflegu verði.
Kristján Óskarsson er framkvæmdastjóri Glitnis. Þetta er allt saman miklu hærra heldur en hefur verið í umræðunni á Íslandi. Það má segja að meðaltalsverð allra kröfuhafa í búinu sé 47%.
Því hefur verið haldið fram í umræðu hér á landi að erlendir vogunarsjóðir hafi keypt skuldabréf gömlu bankanna á miklum afslætti, eða á um 6 prósent af upprunalegri upphæð. Kristján segir þennan ríkjandi misskilning hugsanlega stafa af því að einhverjir þeirra hafi fengið kröfur á hagstæðu verði strax eftir hrun."
http://www.ruv.is/frett/krofuhafar-greiddu-haerra-verd
Ekki vildi eg vera í þeim hópi sem hefur núna árum saman verið að ljúga þessu að íslensku þjóðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)