12.11.2013 | 21:56
Er Sigmundur Davíð á leið útúr stjórnmálum? Og velur sér eftirmann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2013 | 17:40
Hvað er ríkisstjórnin búin að gera fyrir ,,heimilin í landinu hérna!"
Það er liðið 1/2 ár frá því að þetta óskaparlið komst að kjötkötlunum undir því yfirskini að það ætlaði að gera svo mikið fyrir ,,heimilin í landinu". Nú, aðgerðirnar sem elítustjórnin hefur ráðist í fyrir ,,heimilin í landinu" eru - hverjar?
Eg hef ekki séð eina aðgerð fyrir ,,heimilin í landinu". Hinsvegar hefur þessi ójafnaðarstjórn mokað milljörðum til auðugasta hluta landsmanna á kostnað sjúklinga og hinna alverst stöddu í samfélaginu.
Ef þetta lið kynni nú yfir höfuð að skammast sín - það væri nú hátíð. En þetta kann ekki að skammast sín eins og vel er þekkt. Þetta er alveg siðlaust og illa innrætt skítahyski sem virðist bókstaflega njóta þess að níðast á hinum verst settu í samfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2013 | 08:51
Ögmundur með frumvarp á þingi. Frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum
Þetta er athyglisvert mál. Alveg sér í lagi er athyglisvert að framsjallar skuli ekki hafa látið verða sitt fyrsta verk að setja svona lög í gegn á sumarþingi eða þá í haust. Og þá með í huga að þeir framsjallar ætla að fara að fella niður hérna skuldir ,,á heimsmælikvarða", að eigin sögn.
,,Tillaga til þingsályktunar um frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum. Flm.: Ögmundur Jónasson, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir.
Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra að senda tilmæli til Íbúðalánasjóðs og áskorun til lífeyrissjóða og fjármálastofnana um að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0194.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)