26.10.2013 | 18:00
Ætla Sjallar að slíta ríkisstjórninni svokölluðu?
Fullyrt er í fjölmiðlum í dag að öfl innan Sjallamannaflokks vilji hætta samstarfi við Framsóknarmannaflokk sem fyrst:
,,Innan Sjálfstæðisflokksins er tekið að gæta óþols vegna loforðaglamurs Framsóknarflokksins. Það er almenn skoðun flokksmanna að ekki verði hægt að standa við það að fella niður stóran hluta af skuldum íbúðareigenda. Leið Framsóknarflokksins er sú að prenta einfaldlega peninga til að standa við loforðið. Þær raddir eru uppi innan Sjálfstæðisflokksins að stjórn með Framsókn sé dauðadæmd og Bjarni Benediktsson formaður verði að höggva tímanlega á hnútinn áður en fylgi hans fer sömu lóðréttu leið og fylgi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar."
http://www.dv.is/sandkorn/2013/10/26/vilja-stjornarslit/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2013 | 11:37
Madeleine McCann hvarfið. Hundurinn Eddie gaf merki um að einstaklingur hefði verið dáinn í íbúðinni. (Myndband)
Þessi hundur Eddie var víðfrægur og hafði hjálpað lögreglunni víða til að leysa mál. Sérþjálfaður til að finna líklykt. Hann fann bæði lykt við bílaleigubílinn og íbúðinni. Það er meira sérkennilegt að sjá hann í íbúðinni, að mínu mati. Hundurinn gefur ótvírætt til að kynna að einhver hafi dáið í íbúðinni og merkir sérstaklega tvo staði. Þjálfari hundsins og aðstoðarmaður segir líka á myndbandinu að þetta sé ótvírætt miðað við hans reynslu af hundinum. Þetta er svo sterkt að erfitt er að afgreiða léttilega út af borðinu. Samt var það gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)