22.10.2013 | 18:33
Það bólar ekkert á aðgerðum frá Ríkisstjórninni til handa heimilunum í landinu hérna.
Það bólar barasta andskotann ekki neitt á aðgerðum frá Ríkisstjórninni.
Annað höfuð Ríkisstjórnarinnar fer bara í fjölmiðla, m.a. erlenda, og gapir þar og geipar um aðgerðir á heimsmælikvarða og/eða mestu aðgerðir í sögu heimsins frá upphafi séu væntanlegar.
Nú nú. Þá fer hitt höfiðið að tala - og þá á ekki að gera neitt í sjánlegri framtíð!
Hvað er að gerast eiginlega?
Hvað heldur fólk að erlendir aðilar haldi eða segi? Þeir segja án efa eitthvað á þessa leið: Er allt í lagi með þessa ríkisstjórn ykkar íslendingar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)