20.10.2013 | 23:24
Sjallar í sjokki.
Mikið uppnám er nú meðal Sjallamanna eftir að tvær skoðanakannanir um fylgi flokka birtust í dag. Fylgi Sjalla á landsvísu er í sögulegum lægðum og í sjálfri Höfuðborginni virðist það við það að fara niður úr gólfinu í sögulegu samhengi.
Er dáldið athyglisvert.
Sjallar virðast alveg hafa tekið kolranga stefnu í öllum málum. Þeir hafa leyft tepokaskríl að vaða uppi með öfga hægristefnu og málflutningurinn sem mest er áberandi frá þeim eftir því. Framkvæmdir þeirra og áherslur dæma sig sjálfar. Með sama áframhaldi verður Sjallaflokkur lítið forpokað horn einhversstaðar sem fáir vilja vita af.
Og það er bara hið besta mál náttúrulega. En greina má, almennt séð, að Sjallar eru í sjokki yfir þessu og vita vart sitt rjúkandi ráð.
Um Framsóknarmannaflokk þarf eigi að hafa mörg orð. Plebbaflokkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 14:53
Framsóknarplebbar.
Sennilegast sækja plebbar allrahanda meir að Framsóknarflokknum en gerist og gengur með stjórnmálaflokka. Það er ekki einleikið að nefndur flokkur geti fengið atkvæði um 1/4 kjósenda útá feitan tjékka sem átti að koma af himnum ofan - og þá átti feiti tjékkinn að koma af himnum ofan aðallega vegna þess að forráðamenn framsóknarflokksinns væri svo frábærlega stórkostulegir. Eigi einleikið.
Nú, að öðru leiti verður að segjast með hliðsjón af síðustu atburðum í pólitíkinni, að þögn framsóknarmanna undanfarin dægur er grunsamleg. Lognið á undan storminum?
Það má búast við svakalegu PR stönti sennilega strax á morgun eða allavega einhverntíman í næstu viku. Stay tuned.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)