Ljóshærða barnið og Róma fólkið.

Eins og kemur fram í frétt á link, þá neita lögmenn fólksins sem barnið var hjá öllum ásökunum um mannrán.  Það að vísu er ekki að koma fram  í  dag.  Neitun lögmanna kom fram strax í gær.  Það er líka eitt í þessu, að þó að barnið sé hvítt og ljóshært - það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera frá Norður-Evrópu eða Austur-Evrópu.  Ekkert endilega.  Það gæti jafnvel verið af Róma fólki.  Þeir geta stundum verið hvítir og ljóshærðir.  Annars segir stúlka sem segist vera uppeldissystir ljóshærða barnsins Maríu,  að móði hennar hafi verið Búlgörsk og hún hafi skilið barnið eftir hjá Róma fólki vegna þess að hún gat ekki séð fyrir því:

 


mbl.is „Það var ekkert mannrán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissjórn í ruglinu.

Það er eigi ofmælt að margur innbygginn horfi í forundran á háttalag og framkomu Ójafnaðarstjórnar Elítuflokkanna.  Háttalagið og framkoman er svo súrreal ósvífinn og dirty - að þögn slær á mannskapinn.  Þetta kom sér til valda með því að lofa þvílíka  paradísinni hérna maður og peningum hægri vinstri.  Nú, þegar fólk var búið að kjósa þetta að kjörkötlunum voru aðgerðirnar að aflétta álögum á elítuna og kostunaraðilum sínum og hýða almenning.  Í framhaldi tala þeir ekki um annað en núna eigi að skera all-svakalega niður í samfélagsþjónustu og þjarma duglega að hinum verr stæðu.  Nýlega sá ég þá Sjalla á Sjallabullustampastöðinni ÍNN þar sem þeir voru alveg sammála um það að nú ætti taka fram stóru sveðjuna og láta kné fylgja kviði.

Bloggfærslur 19. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband