Álfar leita til mannfólks um lækningar á Borgarfirði Eystra.

Og reynist vel.

http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/06012013-0


Forsetaembættisgarmurinn á Íslandi hefur aldrei haft pólitísk völd.

það er sérkennilegt að fylgjast með þekkingu sumra innbyggjara á forsetaembættinu. Nú er orðið svo að skilja að forseti hafi alltaf verið með putta í öllum málum og ráði og reki menn ásamt lagastússi ýmiskonar.

það sem er aðallega athyglisvert við þetta er hve umræðan getur orðið vitleysisleg og hálfbjánaleg á þessum hólma.

Um það atriði hvort forsetaembættisgarmurinn hafi völd eða ekki sögulega séð - þarf ekkert að deila.

þau völd hafa aldrei verið til staðar og það er óumdeilt ef menn kynna sér mál bara sirka 1% eða meira.

Svo er önnur umræða hvernig sumir innbyggjarar ætla að fara að breita þessu embætti í pólitíska fígúru sem hafi beina aðkomu að öllum málum á öllum stigum barsta.

þar er áhugaverðast hvernig menn ætla að koma einhverri slíku kerfi á - án aðkomu kjósenda og lýðræðislegs ferlis á undan. Um það atriði hvort forseti eigi að hafa alla pólitíska þræði í sinni hendi til afskipta eður ei - um það verður sérstaklega að kjósa. þjóðin, svokallaða, hún verður auðvitað að samþykkja það fyrst. Annað er valdarán og einveldistilburðir.

Í svo veigamiklu stjórnkerfisatriði er aldrei hægt að spinna mál áfram frá degi til dags með nýtisku túlkunum á löngu liðnum tíma þar sem alveg er komið fram að margir fást ekki einu sinni til að skilja að stjórnarskráin frá 1944 er skrifuð á leppsmáli. Menn skilja það bara ekki! Afneita því. Slík er virðingin fyrir sögunni og aldamótakynslóðinni.


Bloggfærslur 7. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband