20.1.2013 | 23:37
Auðvitað verður fólk að fá að sjá samninginn áður en það kýs í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.
Allt tal um eitthvað annað er barasta tóm steypa og píp. Það sem gerist núna í framhaldinu er að stjórnvöld sjá til að aðildarviðræður klárist og Aðildarsamningur Íslands að ESB komi uppá borð. Samhliða þessu verður kynning á efni Aðildarsamnings að Sambandinu og - jú jú, þar mun vissulega reyna á lýðræðislegar stofnanir ss. fjölmiðla að hafa slíka umræðu sem mest upplýsta og að vandað verði til veka o.þ.h. - en á þeim punkti hefur fólk þá málefnagrunn til að standa á er það greiðir sitt atkvæði í beinu lýðræði.
Að fara að kjósa um það hvort kjósa skuli um Aðildarsamning þá hefur fólk ekkert fast undir fótunum er það greiðir sitt atkvæði og veruleg hætta er á að þeir sökkvi niður í fúafen umræðuhefðar um ESB sem er ríkjandi í Heimssýn, sem dæmi. Veruleg hætta á því. Og ekki vill fólk það, trúi eg. Vill enginn sökkva niður í fúafen Heimsýnarumræðuhefðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)