Íslenska liðið mun lakara en á undanförnum árum.

Ekki við öðru að búast svo sem. Árangur á nokkrum undanförnum árum hefur verið undraverður. 2. sæti á Olympiuleikum og 3. sæti á Evrópumóti. 3. sætið var í raun merkari árangur að því leiti að þar mættu þeir mun sterkari liðum í gegnum mótið. Liðið átti fleiri góða leiki en á Olympiuleikunum.

það virðist óhætt að segja, að stór hluti ástæðu ofannefnds árangurs megi þakka nokkrum afburða einstaklingum í íþróttinni sem voru þarna saman komnir og þar ber fyrst að nefna heimspekinginn Óla Stef.

það algjörlega blasir við hve þeir sakna Óla Stef. Jú jú, Peterson ogAtlason myndu bæta núverandi íslenska lið talsvert. Vissulega. En það er ekkert sem nálgast að að koma í stað Óla Stef.

Með leikinn í kvöld, að þá var það að mestu fyrirséð eins og eg rakti í pistli fyrr í dag.

það eina sem kom kannski á óvart í útfærslu dana var að þeir lögðu meiri áherslu á að stuða Aron en miðjumanninn. Íslenski þjálfarinn reyndi þá að setja Aron í leikstjórnandann á miðjunni en þá tóku þeir danirnir hann bara þar.

Danir voru allt of sterkir fyrir Ísland.


mbl.is Danir sterkari á flestum sviðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður erfitt að eiga við danska handboltaliðið.

Er eg hræddur um. Danir eru með firnsterkt lið og mikla breidd. það hefur komið í ljós í fyrstu leikjum Íslands þetta mótið, að skarð er fyrir skildi þar sem Óla vantar. það vantar alla fínstillingu í sóknarleikinn auk þess sem Peterson ekki heldur með.

Virkar soldið þannig, enn sem komið er, að auðvelt sé að hamla flestum sóknum Íslands nema þá hraðaupphlaupum. Sókarlega séð er íslenska liðið bara miðlungslið það sem af er móti.

Leiðir liðsins að markinu eru einhæfar og liðsmenn bera sig þunglamalega að við sóknarlotur. Mest um að ræða uppstillt kerfi sem andstæðingarnir eru fljótir að lesa og stoppa af einfaldlega með því að stuða miðjumanninn og loka svæðum fyrir Aroni. þá gerist lítið í íslensku sókninni.

það jákvæða er að vörnin hefur verið að spila ágætlega - en það fer mikil orka í varnarleik eins og Ísand spilaði gegn Makedóniu. Mikil orka.

Til að vinna dani í dag þarf Ísland að færa fram eitthvað nýtt í sókninni og viðhalda varnarleiknum og helst bæta aðeins við þar. það þarf allt að smella hjá Íslandi og danir þurfa að gera nokkur mistök. Annars verður þetta erfitt.


mbl.is Tap í síðasta leik gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband