13.1.2013 | 14:48
Vantar mikið þegar Óla vantar.
það kom í ljós í gær að hálfgerð upplausn er í íslenska landsliðinu í handbolta við brotthvarf Óla Stef. það var líkt og þeir hefðu enga trú á verkefninu.
Samt ber að halda til haga að rússar voru býsna öflugir þarna og virka sterkari en á undanförnum árum og leikskipulag þeirra fært til nútíma evrópsks horfs.
Jafnframt skal ekki gleyma að nokkrir lykilmenn aðrir en Óli eru ekki með íslenska liðinu ss. Peterson og Atlason.
það sem gerði útslagið, að minu mati, með að Ísland varð undir í leiknum er, að það vantaði skipulag og leikstjórn Óla í sóknarleiknum. það var engin hugsun í sóknarleiknum og það sem þó var reynt gátu rússarnir léttilega lesið og stoppað af.
Málið er að Óli, þó hann léki á hægri væng, var oft meiri leikstjórnandi en miðjumaðurinn í ísl. liðinu seinni ár. Miðjustaðan hefur í raun verið akkilesarhæll Íslands undanfarin ár.
það sést vel við samanburð við sterk lið, að miðjumaðurinn yfirleitt er með þeim sterkari í liðinu ef ekki sá sterkasti. Bæði varðandi leikstjórn og flot en ekki síður varðandi ógnun að markinu.
Í tilfelli Íslands hafa miðjumenn síðari ár yfirleitt verið ágætir í að láta boltann fljóta í spilinu en sáralítil ógnun að marki hefur verið frá þeim heilt yfir auk þess sem Óli sá oft barasta um lekstjórnina frá hægri væng.
þetta kemur svo fram núna, kristalskýrt, þegar Óli er farin. Hvað gerðu Rússar? Jú, þeir léku 5-1 vörn og stuðuðu miðjumanninn með þeim hætti að aldrei náðist neinn taktur í sóknarleikinn. Ísland eins og virtist sáralítið reyna að leysa þetta vandamál og virkaði sem það hefði enga lausn eða plan um hvernig ætti að leysa þetta.
![]() |
Öruggur sigur á Síle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)