5.9.2012 | 14:46
Í báðum tilfellum brot á EES Samningum.
Nauðsynlegt að leiðrétta aðeins frett mogga hérna. Ekki nógu nákvæmt. Moggi segir: ,,Eins og kunnugt er er málið höfðað af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn íslenska ríkinu og er þess krafist að dómstóllinn staðfesti meint brot Íslands gegn tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar með því að hafa ekki í kjölfar bankahrunsins bætt innistæður í Icesave-netbankanum, sem Landsbanki Íslands hélt úti í Hollandi og Bretlandi, sem nemur lágmarkstryggingu.
Þá hefur ESA einnig sakað íslenska ríkið um að hafa brotið gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við mismunun eftir þjóðerni með því að hafa ábyrgst innistæður á Íslandi að fullu en ekki á Icesave-reikningunum." (Frétt)
þarna er tvennt í raun sem er ekki nákvæmt eða kemur ekki nægilega skýrt fram.
1. Í báðum brotunum snýst sakarefnið um brot á EES Samningnum. Lögin um lágmarksvernd innstæðna er hluti af EES Samningum rétt eins og Jafnræðisregla sama samnings.
2. Mismununin snýr ekki eingöngu að því að hafa tryggt innstæður innanlands uppí topp. Hún snýr í raun miklu frekar að lágmarkinu. Ísland greiddi ekki lágmarkið sem því bar samkv. lögum. þegar af þeim sökum er mismunun. Íslendingar fengu lagalegt lágmark en erlendir eigi.
![]() |
Munnlegur flutningur í Icesave 18. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)