5.7.2012 | 16:52
Hvað á að gera ef gengið er fram á hvítabjörn?
Ef fólk er á ferð og gengur skyndilega fram á bjarndýr þá á að bregðast þannig við:
Halda ró sinni. Færa sig rólega úr augsýn bjarnarins. Athuga vindátt og reyna að staðsetja sig þannig að vindurinn komi frá verustað bjarnarins en ekki öfugt. Vegna þess að björnin treysir afar mikið á lykt. þegar komið er úr augsýn bjarnarins skal gengið af svæðinu og jafnframt reynt að taka mið af vindátt í brottförunni.
Varast í fyrstu allar snöggar hreifingar og ekki ráðlegt að taka strax til fótanna í panikk í augsýn bjarnarins - nema þá að vera viss um að maður komist í öruggt skjól á tilætluðum tíma. Vegna þess að snöggar hreifingar og flótti getur æst upp björninn - og hann farið að hlaupa á eftir. það er bara eðli slíkra dýra. Sjá einhvern hlaupa - björn eltir. Samt ber að hafa í huga að frekar ólíklegt er að bjarndýr ráðist að manni nema eitthvað óvænt komi uppá. Birninum bregði eða hann telji sér ógnað á einhvern hátt.
Ef björninn reynist árásargjarn og gerir sig líklegann til að ráðast á viðkomandi - þá er ólíklegt að hlaup bjargi einhverju (nema maður sé öruggur um skjól skamt undan). Samt eru þó til nokkur ráð. Fara uppá stein og úr yfirhöfn og sveifla henni í kringum sig og öskra. Gera sig breiðann. þá gæti birninum virtst sem mun stærra dýr væri á ferð en maður og ekki treyst sér til atlögu. Birnir sjá ekkert vel. Jafnframt getur verið ráð að gera hávaða með því að slá saman hlutum ef þeir eru við hendina.
![]() |
Viðbragðsteymi kallað saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2012 | 00:15
þetta er rétt hjá Pele.
Brasilíska liðið var auðvitað miklu betra. þetta var óstöðvandi lið á HM 1970. Skoruðu mikið af mörkum og þó benda megi á að vörnin hafi verið svona og svona - að þá var eins og þeir gætu alltaf bætt við mörkum og skorað og skorað, nánast að vild.
það voru mun fleiri snillingar í Brasilíska liðinu en hjá Spáni núna eins og Pele bendir réttilega á. þar voru margir menn sem gátu sólað fram og til baka. þ.e. að varnarlega varð alltaf að fara afar varlega gegn Brasilíu 1970. Vegna þess að margir þar innanborðs gátu auveldlega tekið menn á, sem kallast, og galopnað vörn andstæðinganna. En þeir höfðu flinka og nákvæma langskotsmenn líka. Ennfremur beittu þeir löngum sendingum og snyrtilegum úrvinslum úr þeim jafnhliða - svo þeir sem öttu kappi við Brazil 1970 voru eigi öfundsverðir. Sóknarleikur Brazil var svo fjölbreittur. það verður svo aldrei of oft undirstrikað að Pele var miklu betri fótboltamaður en Maradonna. Pele var svona fullkominn fótboltamaður og stöðugur. þó Maradonna hafi alveg átt sína spretti - þá var Pele miklu mun stabílli og jafnbetri að öllu leiti.
![]() |
Pele: Lið Braslíu 1970 betra en Spánn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)