30.7.2012 | 14:04
það er ólíklegt.
Vegna þess einfaldlega að það er enginn einstaklingur núna sem er líklegur til að ná svo langt að komast á verðlaunapall. Í rauninni hefur bara einn íslenskur íþróttamaður unnið merkilegt afrek á Olympiuleikum. það var Vilhjálmur Einarsson í þrístökki 1956 og farið er yfir hér:
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1251241/
Að þrístökk er grunn Olympiugrein og keppt í henni frá upphafi. það sést þegar skoðaður er árangur Vilhjálms í undanfara Olympiuleikana 1956 - að hann var liklegur til afreka. Hann hefur verið svona ,,one of a kind" íþróttamannslega séð og slíkir koma ekkert fram í fámennu landi nema með margra áratuga eða árhundraða millibili. þegar slíkir koma fram - þá eru vísbendingar í undanfaranum. Ekkert slíkt er til staðar núna á Íslandi og hefur ekki verið langa lengi með nokkurn íslenskan íþróttamann.
það væri þá einna helst handboltaliðið í hópíþróttum - en mér sýnist ólíklegt að þeir nái langt í þetta sinn.
![]() |
Forseti ÍSÍ: Getum unnið til verðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 12:47
Jón Sigurðsson, lektor, rifjar upp Skuldarmálið.
"Upprifjun um Icesave
Erfitt er að greina efnisatriði Icesave-málsins. Hér er ein tilraun. Deilur Íslendinga um Icesave snúast aðallega um fimm atriði:
1) Á þjóðin að greiða skuldir óreiðumanna? Allir eru sammála um að svo eigi ekki að vera. Atvik í bankahruninu knúðu íslenska ríkið til þess að taka meðferð málsins að sér.
2) Höfuðstóll skuldarinnar. Við fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna lá fyrir að þrotabú Landsbankans myndi greiða um 90% og horfur voru þá þegar á því sem síðar er komið fram: Þrotabúið greiðir höfuðstólinn.
3) Vextir og annar kostnaður. Menn töldu að samið væri um of háa vexti. En svonefnd ,,Brüssel-viðmið" sem ríkisstjórn Geirs Haarde samdi um gerðu ráð fyrir endurskoðun vaxta síðar.
4) Ríkisábyrgð er ekki á þessum skuldbindingum. Þjóðin hélt sig hafa losnað undan ríkisábyrgð með þjóðaratkvæðagreiðslunum. Framvinda málsins síðan sýnir að ekkert hefur breytst. - Því miður virðist einhvers konar ríkisábyrgð allsherjarregla í öllum nágrannalöndum um þessar mundir.
5) Er betra að semja eða hlíta dómi? Almenn reynsla er að ,,mögur sátt er betri en feitur dómur." Það er þó misskilningur að dómsmálið snúist einfaldlega um rétt þjóðarinnar. Það snýst um fjölþjóðlegar samskiptareglur sem ekki verða taldar einvörðungu ,,með eða móti" Íslendingum.
Efnisatriði og atburðarás Icesave-málsins sýna að það er slíkt snilldarverk í blekkingum að lengi verður til þess jafnað.
Höf. er l-ektor við HR"
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/upprifjun-um-icesave
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 01:09
Hið merkilega íþróttaafrek Vilhjálms Einarssonar.
Að hann er eini íslenski einstaklingurinn sem náð hefur silfurverðlaunum á Olympiuleikum. Og fátt bendir til að það met verði slegið í bráð. Flestir hafa náttúrulega heyrt af þessu afreki en tíminn líður og það eru að verða ansi langt síðan þetta var.
Að Vilhjálmur er fæddur 1934 á Reyðarfirði en fluttist ungur til Eiða. Sem barn og unglingur var hann í skóla á Seyðisfirði nokkur ár og stundaði einhverjar íþróttir þar. Frjálsar og fimleika. Í móðurætt hafði hann fyrirmyndir af íþróttamönnum svo sem frændum sínum þeim bræðrum Tómasi og þorvarðri Árnasonum.
1950 fer hann svo til Akureyrar í Menntaskóla og var í öllum íþróttum þar eins og kostur var. það var svo 1952 á Landsmóti á Eiðum sem hann vakti athygli í þrístökki og setti drengjamet. Taka ber eftir að þetta er aðeins 4 árum fyrir Melbourne.
1954 fer hann síðan í skóla í Bandaríkjunum og er þar til 1956. þar stundaði hann íþróttir - en samt ekki þrístökk. það var ekki boðið uppá það. Hann stundaði ma. hástökk, langstökk og kúluvarp og var í skólaliðinu í þeim greinum. þarna kynntist hann mun betri aðstæðum og skipulagningu en hann hafið áður þekkt varðandi íþróttir.
Hann keppti þó í þrístökkskeppni í BNA og stökk 14.93 en hafði þá stokkið lengst 15.19. 1956 er hann svo kominn til íslands - og þá gerist það ótrúlega, að hann bætir árangur sinn barasta si sona um meir en 1/2 meter og setur Norðurlandamet og nær Olympiulágmarkinu. Stekkur 15.83 og kom öllum á óvart.
þetta tryggði honum Ástralíuför og þar gerði hann sér lítið fyrir og bætti met sitt um tæpan 1/2 metra og stökk í annari tilraun 16.26 metra. Og setur Olympiumet. þetta er náttúrulega stórmerkilegt afrek. Hann bætir sig um sirka 1 meter á árinu.
Da Silva sem var Olympiumeistari frá 1952 nær svo að stökkva 16.33 seinna í keppninni og tryggði sér þar með gullið í annað sinn - og er eini brasilíumaðurinn sem hefur unnið gull á tveimur Olympiuleikum í röð.
Vilhjálmur og Da Silva voru áberandi bestir. Í 3. sæti var rússinn Vitold Kreyer með 16.02 og fjórði bandaríkjamaðurinn Bill Sharpe með 15.88. Hér má sjá viðtal við Vilhjálm og gamlar myndir af honum. Taka ber eftir á gömlu myndunum hve hann er allur íþróttamannslegur svo af ber.
http://www.ruv.is/frett/telur-thristokkid-hafa-breyst-litid
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)