Magnaðir danir í boltasparki.

það var merkilegt að horfa á þá danina í boltasparkinu í dag. Voru að sparkast á við hollendingana og lið Hollands mun betur skipað á pappírnum og sterkara lið. það gekk líka eftir og hollendingarnir sköpuðu sér færin og hefðu alveg getað sett 2-4 mörk. En þeir gerðu það ekki. En það athyglisverða var að sjá framgöngu þeirra dana. þeir barasta spiluðu allan leikinn á leveli hollendinga. Danir voru að spila fótbolta allan tímann. Sjálfstraustið og sterkur boltagrunnur skein svoleiðis í gegn. Danir eru með fótboltahefð sem spilar sig í gegnum allan völlinn. Frá markmanni og inní vítateig andstæðinganna. þetta gerðu þeir hiklaust allan leikinn gegn hollendingum. Magnaðir alveg þeir danirnir.

Búið að rústa ýsunni.

Stofn ýsu er í rúst vegna ofveiði undanfarinna ára. Nú er lagt til einhverjar hamlanir og sagt er að hugsanlega verði á endanum að friða ýsuna ef hún á að lifa ofveðina af. Allt er þetta frekar kunnuglegt og kemur zero á óvart enda LÍÚ og meirihluti innbyggjara hérna annálaðir fyrir rányrkju á öllum miðum sem þeir komast í glóbalt. Leggja allt í rúst hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Og orsökin er aðallega græðgi.

Bloggfærslur 9. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband