Hneykslanlegar móttökur þegar Friðrik VIII heimsótti Seyðisfjörð 1907.

Eins og sagt er frá í tvem síðustu klausum þá heimsótti Friðrik 8 Ísland 1907. M.a. fór hann til Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Heimsóknin til Seyðisfjarðar tókst ágætlega í meginatriðum - en þó voru ákveðnir hnökrar á móttökunum að mati  blaðsins Austra og nefnir hann ákveðið skipulagsleysi og síðan  tiltekur blaðið eitt atriði og kallar það sérlega hneykslanlegt og sagðist svo frá:

,,En það, sem sérstaklega hlaut að hneyxla við þetta tækifæri, voru stúdentafánar þeir, er voru dregnir á stöng á 5 húsum hér í bænum og á nokkrum mótorbátum. Ekki svo að skilja, að það sé ljótt eða saknæmt að gefa það til kynna, að við óskum allir að fá sérstakan fána, heldur vegna þess, að konungur og aðrir danskir gestir álíta fána þennan tákn aðskilnaðarhugmyndarinnar, og jafnframt vott um það, að þeir séu ekki kærkomnir gestir. Og af þessum ástæðum var það ósvífni og megnasta ókurteisi að draga studentafánann á stöng pennan dag. Enda létu ýmsir af gestunum það á sér heyra að þeim þætti þetta miður. Að vísu var það nokkur bót hér í máli, að flestir þeirra, sem höfðu stúdentafánann uppi, drógu dannebrog á stöng líka. En samt sem áður vakti það almenna óánægju að stúdentafánarnir sáust á lopti þann dag." (Austri 20.8 2007)  En stúdentafáni er bláhvíti fáninn sem þá var kominn í tísku, að eg hygg.  Friðrik VIII, mynd máluð 1910:

Yellow-Frederik8

 


Bloggfærslur 27. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband