22.6.2012 | 23:21
Beinskeittur leikstíll þjóðverja.
þjóðverjarnir eru sennilega með skemtilegasta leikstílinn á þessu EM móti og jafnvel á heimsvísu þessi misserin. Sóknartilfæringarnar eru svo hreinar, afgerandi og viðvarandi að það heldur áhorfandum við efnið allan leikinn. þá skiptir auðvitað meginmáli að þeir hafa einstaklinga til að standa undir ofanlýstum leikstíl. Liðið er fádæma jafnt að getu og mikil breidd.
Líklega er aðeins eitt lið sem kemst jafnfætis þjóðverjum. það eru Spánverjarnir. þeirra leikstíll er þó annars eðlis. Byggist mun meira á að halda boltanum í reitaspili og þreyta andstæðinginn og leikur þeirra er ekki eins skemtilega beinskeittur fram á við og þjóðverjana og ekki eins fjölbreittur.
það kom þó í ljós á síðasta Heimsmeistaramóti að leikstíll Spánverjana hentaði þjóðverjum illa. Í rauninni gerðist það í þeim leik að Spánverjar héldu boltanum betur og þjóðverjarnir áttu ekki almennilega svar við þéttu og öruggu reitaspili þeirra. Ennfremur sem miðjumenn Spánar voru afar sterkir í þeim leik og gáfu þjóðverjum lítil færi á að byggja upp sóknir. þéttleiki Spánverjana sigraði beinskeitni þjóðverjana í þeim leik. Má segja.
Að mínu mati, enn sem komið er, þá er þýska liðið heldur sterkara en á síðasta heimsmeistaramóti. þeir hafa þróað þennan leikstíl hjá sér enn frekar. það er meiri fjölbreitni og fleiri menn sem geta komið inní liðið og spilað kerfin á vel útfærðan hátt. Spánverjar hafa hinsvegar staðið í stað eða jafnvel gefið aðeins eftir. Jafnvel. þar er lítið nýtt í gangi. það væri áhugavert að sjá Spánverja og þjóðverja eigast við núna.
![]() |
Löw: Frábær frammistaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2012 | 17:21
Eigi veit eg svo gjörla hvaðan heimild
er komin að þessari frétt á link en samkv. BBC þá var það þannig að Fjármálaráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna Nausea en það er verkur í maga sem getur stafað af ýmsum orsökum ss. sjóveiki.
Samaras hinsvegar, Forsætisráðherra, þarf að að fara í augnaðgerð.
Hvort einhver ,,datt á hausinn" er alls óljóst. Kannski moggi hafi sérstakar heimildir um það.
![]() |
Fjármálaráðherra Grikklands datt á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2012 | 16:27
Svo eru menn enn að efast um hvort maðurinn sé veikur.
Maðurinn er fárveikur. það er bara svo óvenjulegt að slík veikindi taki á sig þetta form. B. telur augljóslega að hann hafi sérstakt hlutverk og voðaverkin séu sjálfsvörn. Hann sé í stríði og óvinir allstaðar. Kemur allt heim og saman við það sem lagt er út í fyrstu geðmatsskýrslu. Ranghugmyndir, ofskynjanir og ofsóknarhugmyndir.
það sem er líka óvenjulegt við þetta áveðna tilfelli er, að hann virðist, enn sem komið er, vel geta brugðist við ef ruglið í honum keyrir fram úr hófi og slípað og lagfært framburð sinn. þannig breitast efnisatriði hjá honum verulega frá fyrstu skýrslum til framburðar fyrir rétti. Samt heldur hann vissum grunnatriðum algjörlega til streitu ss. að hann hafi verið valinn af Knights Templars strax uppúr 2000. Sýnt hefur verið fram á að það stenst ekki. Sjúkdómsins verður fyrst verulega vart um 2005/2006 og þá býr hann til eða ímyndar sér atburðarrás í lífi sínu næstu ár á undan sem standast enga skoðun og eiga engin tengsl við það sem raunverulega var.
Ennfremur sýnir framferði hans í réttarsal afar vel að þar fer ekkert heill maður.
![]() |
Reyndi að réttlæta fjöldamorðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2012 | 15:29
Útskýring á hvað þetta þýðir.
þetta þýðir að í rauninni er engin munur á þessu. Um er að ræða tæknilegt formsatriðaorðlag sem breitir engu fyrir eðli og efni máls.
Háttvirtur Réttur gerði grundvallarmistök í upphafi með að hengja sig á slíka orðhengla. Hæstvirtur Réttur átti að líta til þess augljósa. Namely: Gat lánastofnun sínt fram á að upprunafjármagn lánsns væri erlendur gjaldeyrir. það átti hann að gera. þessi leið sem hann fer, orðhenglaleiðin, er tóm steypa og malbik og maður veltir fyrir sér hvað mönnum gekk til þarna í skakka húsinu uppá Arnarhól.
![]() |
Hæstiréttur klofnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)