9.5.2012 | 23:42
Samaras formaður Nýs Lýðræðis vill sameiningu Mið-Hægriafla.
Málið snýst um það að það kvarnaðist út úr flokknum í öllu ruglinu undanfarin misseri. Úr því komu ýmsir smáflokkar sem fengu 1-2 prósent og fæstir náðu inná þing. þar ber helst að nefna Doru Bakoyannis fv. Utanríkisráðherra og Borgarstjóra Aþenu en núv. formann Lýðræðisbandalagsins sem vantaði aðeins brot úr prósenti að ná mönnum á þing.

Hún var rekin úr Nýju Lýðræði eftir að hún studdi fjárlög PASOK á sínum tíma en Nýtt Lýðræði var þá algjörlega á móti öllum aðhaldsaðgerðum. það átti bara að eyða meira! Og redda þannig málum. það má því segja að Nýtt Lýðræði hafi sett af stað snjóbolta lýðskrums sem skilar sér síðan í núverandi stöðu mála. Alóraunhæfar hugmyndir eins hjá Vinstri Róttækum. Bókstaflega tal útí bláinn hjá Tsparas enda vildi enginn styðja hann í stjórnarmynduartilburðunum sem voru hálfhlægilegar.
Ennfremur biðlar Samaras til annars klofningsbrots úr Nýju Lýðræði, einhver Bissnessflokkur eða flokkur sem setur verslun og viðskipti á oddinn. Formaður þess flokks segir þó að hann vilji heldur sameinast flokki Doru.
Jafnframt biðlar hann til meðlima Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur fékk 11% fylgi og marga menn á þing. Hann biðlar til hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. En þó ekki til formannsins. En það má segja um Sjálfstæðisflokkinn Gríska, að hann er algjörlega útá túni og lýðskrumið yfirgengilegt. Flokkurinn talar um samstarf við Rússa og síðan setur hann á oddinn - útfærslu Efnahagslögsögunnar. En málið snýst um að Grikkir hafa aldrei fært út landhelgi sína á vissum svæðum og það snýr aðalega eða eingöngu að Tyrjum. þar eru einhver óleyst deilumál og þau eru flókin. Nú er umræða um það í Grikklandi að einhver ósköp af oliu séu á svæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur líka mikla áherslu á að ríkið Makedónía fái ekki að taka upp það nafn. þetta er algjör lýðskrumsflokkur og vita gagnslaus.
Talið er í Grikklandi að þetta útspil Samaras merki að hann reikni fastlega með að nýjar kosningar séu á næsta leiti. Eitthvað tóku menn dræmt í málaleitan hans allavega í fyrstu. En það er ljóst að ef honum tekst að sameina klofningsbrotin aftur inní ND mun það þýða talsvert sterkari vígstöðu og sennilega tryggja ND sem stærsta flokk Grikklands.
![]() |
Tsipras mistókst að mynda stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 17:39
Faktað: Hlutabréfavísitölur hækka - Evran stendur í stað.
Sérkennileg þessi árátta í fleiri fleiri misseri og ár að flytja fréttir af lækkunum hlutabréfa og að Evran sé að lækka og/eða hrynja þegar, eins og í þessu tilfelli, hlutabréf einmitt hækka og Evran stendur beisiklí í stað og hefur gert ég veit ekki hvað lengi þó hún í breiða samhenginu styrkist alltaf gagnvart dollar. Maður skilur ekki svona. það er ekki eins og það sé erfitt að finna þetta út. Hérna bara á BBC:
http://www.bbc.co.uk/
þarna stendur nú barasta skýrum stöfum að DAX vísitalan í Frankfurt hafi hækkað í dag. Nei nei, þá verður það hérna uppi í fásinninu að hún hafi lækkað! Aðrar tölur standa nánast í stað en einhver smá lækkun á spáni (samkv. mogga en eg ábyrgist það ekki).
Ennfremur stendur Evran nánast í stað. Eitthver örlítil breiting eins og gengur en heilt yfir stendur í stað. Ekki heldur erfitt að finna það út. Bara gúggla. þá kemur þetta:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html
![]() |
Spænsk hlutabréf ekki lægri í níu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2012 | 12:13
þetta er kvótafrumvarpinu að kenna.
![]() |
Vinnsla stöðvuð á stærsta vinnustaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2012 | 10:03
Grikklandsmálið.
Grikkland hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið sem kunnugt er. Oft hefur gætt mikils misskilnings í umræðu þar að lútand hérna uppi. Sumir tala hérna uppi eins og málið snúist um að EU vilji þetta og hitt í Grikklandi en Grikkir vilji það ekki og langi óskapleg að hætta í EU og ekki síst hætta með Evru o.s.frv. þetta er af og frá. Málið liggur allt öðruvísi.
Málið liggur þannig að almenn trú er í Grikklandi að eitt heljarmikið samsæri sé í gangi gegn grikkjum. Eitt voða mikið konspírasí. Og það er ekkert á Evrópskum skalla - nei það er á glóbal mælikvarða! Alheimssamsæri. Að trúan er, að nokkrir svikarar hafi rottað sig saman og plottað eitt samsæri um að koma með IMF inní Evrópu og Grikkland.
Nú svo sem kannast maður alveg við ofannefnda umræðu héðan að heiman. En hérna heima náði þetta tal aldrei neinu flugi því raunsæismenn og konur jörðuðu lýðskrumssinna með skynsamlegum rökum og maður heyrir varla þetta rugltal lengur nema hjá öfgasinnuðum bullukollum. þruglumræðan hérna fór í það far að snúast um eitt afmarkað atriði, algjört aukaatriði sem engu skipti og algjört ekki-mál í heildardæminu. þ.e. Icesaveskuldina og einverjir bullukollsöfgamenn töluðu sig uppí allskyns samsæri þar að lútandi og þarf ekki að lýsa eða rifja upp. Og þó gífurlegur skaði hafi orðið af fíflagangnum þar, þá er skaðinn fyrst og fremst til langs tíma litið en hverfist ekki um grunnatriði eins og í Grikklandi.
Staðan er alltöðruvísi í Grikklandi. þar snýr umræðan í heild að IMF og aðhalds og jafnvægisaðgerðum sem þarf alltaf að grípa til í efnahagssamdrætti. IMF er = Rosa samsæri í umræðunni. Og þá er það þannig að það var bara allt í gúddý. Síðan plotta svikarar eitt samsæri = IMF kemur. þannig er umræðan í grunninn. Undir þetta hafa flestir pólitískir flokkar tekið og kynnt undir ruglinu. Meðal annars Nýtt Lýðræði.
Síðan í framhaldi er því almennt trúað að ekki sé hægt að láta Grikki fara úr Evrusamstarfinu. það sé bara ekki hægt. Og nb. menn taki vel eftir að Grikkir vilja alls ekki úr Evrusamstarfi eða EU. Nei nei, þeir vilja vera þar. Í umræðunni þá er búið að snúa málum þannig að Grikkland geti alveg haldið útgjöldum ríkisins í toppi - og hætt að borga af lánum ríkisins. það sé bara ekkert mál. Slíkt tal var grundvöllur árangurs SYRZA flokks.
þannig er þetta í stuttri samantekt. Ljóst er að bullið er svo yfirgengilegt og histerían svo mikil - að erfitt kann að reynast að sansa fólk - nema að það fari þá leið er lýðskrumarar hafa talið fólki trú um. þ.e. Halda allri eyðslu í toppi og hætta að borga og sjái svo til hvað gerist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)