6.5.2012 | 22:10
Nýjustu tölur frá Grikklandi.
þá er ekki að orðlengja það að þær eru mjög í línu við fyrstu tölurnar sem birtust og sjá má hér:
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1238392/
það sem hefur samt gerst er á hefur liðið talningu er, að LAOS. Græni Flokkur og Bandalag Jafnaðarmanna eru alveg við það að komast í og yfir 3%. Ef það gerist þýðir það að þeir fá menn inná þing með tilheyrandi róteringum á þingsætum. Gætu orðið því meiri róteringar ef allir þrír kæmust yfir 3% eins og gefur að skilja.
Nú, varðandi þennan flokk Syrisia sem virðist ætla að verða 2. stærsti flokkurinn - að þá er það i raun margir flokkar. Losaralegt bandalag fjölda flokka. það má sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Coalition_of_the_Radical_Left
þetta er einhver hrærigrautur sem algjörega er fyrirséð að mun ekki geta stjórnað sjálfum sér hvað þá einhverju öðru.
Mun sennilegra er að ND og Pasok verði að axla ábyrgð og leiða stjórn sameiginlega með hugsanlega þeim öðrum er vilja skynsama raunsæisleið.
![]() |
Vill mynda vinstristjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 19:19
7 flokkar ná manni á þing.
ND Nýtt Lýðræði með 20% - 109 menn
Bandalag rótæka vinstri: 16% - 50 menn.
Pasok jafnaðarmenn: 14% - 42 menn.
Sjálfstæðir Grikkir: 10% - 32 menn.
Kommúnistaflokkurinn: 9% - 26 menn.
Nasistaflokkurinn: 7% - 22 menn.
Vinstri Demókratar: 6% - 19 menn.
þetta er ágiskun sem byggð var á útgöngukönnun. þarna geta verið þó nokkuð mikil skekkjumörk og prósentur og mannafjöldi fljótur að hreifast til þegar farið er að telja verulega uppúr kjörkössunum.
það sem vekur strax athygli er að Bandalag róttæka vinstris er um jafnstórt og Jafnaðarmenn og að Nasistaflokkur fær menn á þing. Ennfremur vekur athygli ef Sjálfstæðir Grikkir fá 10% en það er mestanpart klofningur útúr Nýju Lýðræði eftir að þingmaður þar var rekinn úr flokknum.
Nýtt lýðræði og Jafnaðarmenn gætu haldið naumum meirihluta samkvæmt þessu.
![]() |
Fylgi stóru flokkanna hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 12:11
Á að beita 64.grein á Framsjalla?
Nokkrar umræður hafa átt sér stað um háttalag Framsjalla á þingi síðustu daga. Erfitt er að lýsa háttalaginu því svo langt er það frá venjubudnu háttalagi mannfólks. Hefur almenningur allur furðað sig talsvert á atferli þeirra sjalla og framara sem vonlegt er.
Nú, en málið er að svo virðist sem þingskaparlög hafi tæki til að taka á þessu og koma í veg fyrir að þeir Framsjallar niðurlægi svona þing og land.
það er 64.grein sem kveður á um að hægt sé að takmarka umræður. Bæði einstakra manna og umræður í heild. Forseti Alþingis getur borið upp tillögu um slíkt auk þess sem almennir þingmenn geta það líka en þá þarf 9 þingmenn til að bera upp slíka tillögu.
Þingmaðurinn MT skrifaði grein á Eyjunni um Framsjallaástandið:
http://blog.eyjan.is/margrett/2012/05/04/herbergi-fullt-af-bavionum/#respond
þar eru fjörugar umræður og sínist sitt hverjum eins og gengur. þar er ma. minnst á 64. grein í kommenti og þingmenn Hreifingar hvattir til að reyna að beita henni. Þór Saari, einn aðal leiðtogi Hreifingar, kemur inní umræðuna og segir: ,,Við munum gera það í næstu viku Hjörtur ef þessi vitleysa hættir ekki."
þá er hann að meina að 9 þingmenn beri upp tillögu um að ræðutími verði takmarkaður. það er næsta víst. Ef af verður - þá telst það dáldið merkilegt og má búast við að þeir Framsjallar vilji ræða mikið og lengi um slíka tillögu - þ.e.a.s. ef þeir stinga þá ekki bara af útum bakdyrnar.
![]() |
Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 00:47
Alcoa hirðir öll afsláttarsætin austur á land.
það er það sem er almannarómur. Ekkert bestu sæti neitt enda öll sæti eins í flugvélunum. þeir ryksuga upp mestöll afsláttarsætin svo hinn venjulega maður verður að borga okurverð frá Egilsst. til Rvk. Eitthvað verð sem jafngildir ferðum til útlanda eða margfallt það. þetta er almælt.
Ennfremur er ég eigi að sjá hvað menn frá útlöndum sem ætla að heimsækja Alkóa á Reyðarfirði þurfa að gera til Norðfjarðar. Hefur nákvæmlega engan trúðverðugleika sem þessi maður er að segja. Einhvert alkóaprópaganda bara. Og nú fer maður að skilja afhverju er svo mikið er talað um að Norðfjarðargöng séu algjört möst. Alkóaprópagandað. Enda án efa með sterk ítök inní sjallaflokk.
![]() |
Alcoa einokar ekki bestu sætin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)