3.5.2012 | 21:46
Veggirnir í Vestur-Sahara.
Að eins og sjá má í færslu hér á undan þá er Vestur-Sahara að mestu undir yfirráðum Morokkóa. Smá ræma af svæðinu undir yfirráðum Polisario hreifingarinnar sem samanstendur, skilst manni, aðallega af Sahrawis fólkinu en það eru berbar upprunalega þó mikil blöndun hafi átt sér stað í gegnum aldirnar, að ég trúi. Má eiginlega segja að þeir lifi í flóttamannabúðum og Alsír virðist veka bakhjarl þeirra að einhverju leiti.
Morrokkóar byggðu mikla veggi eða garða til að verja landssvæðið. Um 2-3 metra háir og ná yfir geysilegt landssvæði. Talað um 2500 kílómetra. Sem manni finnst nú langt þó veggirnir séu ekki beinlínis allstaðar háir og á sumum stöðum fýkur eyðimerkursandur yfir þá og mynda sandöldur eins og gefur að skilja.

http://googlesightseeing.com/2009/03/the-moroccan-wall/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2012 | 13:15
Vestur-Sahara.
Er landsvæði á N-V Afríku. Liggur að Morokkó, Alsír, Máritaníu og Atlandshafi. Sagan á bakvið þetta löng og flókin eins og oftar.
Var Spænsk Nýlenda en eftir að yfirráðum Spánverja lauk þá gerðu bæði Morokkó og Máritanía kröfu til yfirráða og vísuðu í söguna sér til stuðnings. En samtökin Sahrawi national liberation movement Polisario Front gerðu kröfu um sjálfstæði. þeir höfðu að einhverju leiti bakköpp frá Alsír, virðist mér í fljótu bragði. þetta endaði með því að Morokkó hafði sigur enda sendu þeir fjölda hermanna inná svæðið og síðan hefur landið verið mestanpart undir yfirráðum Morokkó en smá landræma undir yfirráðum Polisario Front. þetta er óleyst deilumál. http://en.wikipedia.org/wiki/Western_Sahara
þarna hafa líka verið byggðir aðskilnaðarveggir eða sandskilrúm til að auðvelda varðstöðu Morokkóa.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2012 | 10:32
Um fjármálalæsi.
Að það er verið að bera saman árangur á fjármálalæsiskönnunum nú og 2009. Að þá vekur eftirtekt hve framsetning fréttar er miklu jákvæðari núna en var 2009. Sjá þá frétt hér: ,,Íslendingar falla í fjármálalæsi"
http://mbl.is/frettir/innlent/2009/05/07/islendingar_falla_i_fjarmalalaesi/
Núna er hinsvegar fyrirsögnin: ,,Einn fékk 10 í fjármálalæsi".
Í könnun frá 2009 kom fram að ef gefin væri einkun þá væri meðaleinkuninn 4.2. Núna er sagt að meðaleinkunn sé 5.9 - og það sé lægra en 2008 eða 2009.
Varðandi almennt um efnið, að þá má alltaf deila um uppsetningu slíkrar kannana. Slík könnun á að mínu mati að vera eins plein og hægt er. þ.e. sem minnst trikkí. Aðeins á að athuga hvort fólk skilji eða átti sig á grunnatriðum o.s.frv.
Eins og þetta kemur fram í þeim tveim fréttum af efninu, núna og 2009, þá virkar þetta sem um 1/2 geri sér ekki grein fyrir grunnatriðum. það er soldið erfitt að trúa því.
Vegna þess einfaldlega að nú er td. þessi þjóð hérna sérfræðingur í milliríkjasamningum og samningum um fjárskuldbindingar milli ríkja. það er vel þekkt. Hún er sérfræðingur um það þjóðin. Moreover veit almenningur best hvernig á að fara með fjármál Ríkisins á allan hátt og ætlar að fara að kjósa um hvert atriði þar sem kunnugt er.
þannig að það er alveg ljóst að þessar ,,kannanir" eru bara einhver steypa og gæti hugsanlega verið einhver áróður frá illa SJS og vondu Jóhönnu og kæmi eigi á óvart að ESB stæði þar að baki.
![]() |
Einn fékk 10 á prófi í fjármálalæsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)