27.5.2012 | 23:22
Reynda róðrakonan Jannie Dam Jacobsen stýrir Suðureyingi
sem er 10 manna kappróðrabátur í Færeyjum. En málið er það, að í Færeyjum eru slíkkir kappróðrar mikið atriði. þykja stór skemtun og nýtur vinsælda. þá keppa staðirnir sín á milli álíka og í knattspyrnu o.þ.h. Hér að neðan má sjá Jannie við Suðyreying ásamt körlunum og link á umfjöllun. Jannie er þaulreynd róðrakona og hefur verið mikið í keppnum í kvenna flokki.
http://www.hvannrok.fo/?p=736

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2012 | 19:09
Afhverju eru íslendingar svo miklir þjóðrembingar?
þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör og þessari spurningu er eigi auðvelt að svara í stutu máli. þarna spila eflaust nokkrir samfléttandi þættir inní. Einangrun og fásinni er einn þáttur sem dæmi.
Annar þáttur sem mætti nefna er söguskoðun sem íslendingum var innrætt nánast allar götur á 20.öld. Hún gekk útá það að íslendingar væru frábærari en annað fólk og allt illt stafaði af útlendingum. Án útlendinga = Eilíf hamingja og sæla hjá frábæru íslendingunum.
þó mikil endurskoðun og þróun hafi orðið í sögurannsóknum og gömlu sögutúlkuninni, þjóðrembingstúlkuninni, hafi verið hafnað fyrir talsvert löngu af öllum fræðimönnum - þá er eins og það skili sér seint og illa til innbyggjara. það eitt og sér er umhugsunarvert. Hvað það skilar sér seint og illa til innbyggjara að það sé fyrir löngu búið að afsanna þjóðrembingssöguskoðuninna. það sér maður aftur og aftur að það er eins og fæstir hafi frétt af því.
Sem dæmi um einn þátt rangrar sögutúlkunnar er það atriði að margir trúa því að innbyggjarar hérna hafi alltaf verið rosa mikið maður á móti Konungi. það er alranngt. Alrangt. það voru sennilega fáir sem höfu eins mikið dálæti á Konungi sínum og íslendingar í gegnum aldirnar. Íslendingar voru miklir konungssinnar. þeir litu á hann sem pabba. þeir elskuðu mjög sinn konung í gegnum aldirnar.
þetta atriði, hve innbyggjarar voru miklir konungsinnar, gæti skýrt það afhverju svo margir núna vilja láta forseta fá alræðisvald og skrifa honum alltaf bænaskrár sínkt og heilagt. þeir eru enn soldið aftur í öldum hugarfarslega. þetta er mjög skiljanlegt sögulega séð. þeir eru enn með einvaldan konung í huga og skilja ekki almennilega þingræði og fulltrúarlýðræði. Held það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)