Héðinn Valdemarsson, stórhöfðingi, skrifaði grein í Nýtt Land um Sjálfstæðismálið svokallaða 1941. þar ber margt á góma eins og gengur en sú umræða að slíta ætti sambandi við Danmörk komst fljótt á skrið eftir að stríðið braust út. það sem er m.a. merkilegra atriða í greininni er að Héðinn bendir á að Konungur hafði í raun ekki neitunarvald samkvæmt stjórnarskrá Íslands. það er eins og innbyggjar hérna hafi ekki allir gert sér grein fyrir því. En þegar horft er til baka og skoðað af fjarlægðaryfirsýn - þá er þetta sugljóslega algjörlega rétt hjá honum. Konungurinn hafði ekki neitunarvald vegna atriðanna er hann bendir skarplega á:
,,Rétt er því að gera sér grein fyrir því, á hverju það byggist, að íslendingar óski eftir lýðveldi. Þingbundin konungsstjórn hefur víða gefizt svipað og lýðræðisstjórn. Lýðveldin hafa venjulega risið upp sem andstæða einræðisstjórnar konunga eða annarra, en er konungsstjórnin hefur orðið þingbundin, hefur valdið raunverulega verið í höndum ráðuneytis, sem lotið hefur þingræði, og konungurinn ekki getað framkvæmt stjórnarathafnir án samþykkis ráðuneytisins, heldur verið skuldbundinn að staðfesta gerðir þess. Það er því eins og hver önnur haugavitleysa, er Þjóðviljinn, sem annars vill halda sambandinu óbreyttu nú, þvert ofan í stefnuskrá Sósíalistaflokksins, talar um að það þyrfti að afnema ,,neitunarvald konungs" því að það er ekki til samkvæmt okkar stjórnarskrá."
(Nýtt Land. 14.3. 1941, bls. 2.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2012 | 20:23
Var Ísland tilbúið undir sjálfstæði?
það vekur athygli umræðan uppá síðkastið um einráðan forseta. Að sú umræða gengur í stuttu máli útá það að forseti eigi að vera einráður og eigi að vera ,,málsvari þjóðarinnar" eins og það er oft kallað. Allir aðrir eru þá ekki ,,málsvarar þjóðarinnar" býst eg við.
það er alveg ótrúlega undarlegt að sjá svona málflutning 2012. þetta er alveg sláandi líkt því þegar fólk setti allt sitt traust á konung hér fyrr á öldum. Einhver svona barnsleg einfeldni. Konungur (forseti) er pabbinn og þjóðin er börnin.
þetta virkar nánast eins og innbyggjarar hérna séu alls ekki tilbúnir undir það að í þessu landi sé þingræði og fulltrúarlýðræði eins og í öllum öðrum vestrænum ríkjum. Talverður hluti innbyggjarar virðast enn hugarfarslega aftur í öldum stjórnskipunarlega séð. Vilja fá sinn einvalda konung og senda til hans bænaskrár.
Jafnframt er eins og talsverður hluti innbyggjara treysti sér ekki í það að lándið sé sjálfstætt og fullvalda lýðræðisríki sem verði að eiga samstarf og samninga við aðrar þjóðir á lýðræðisgrundvelli.
Margt bendir til þess að Ísland hafi alls ekki verið tilbúið til þess árið 1944 að segja skilið við Danmörk sem sinn umsjónaraðila. það hafi skort vissan grunnskilning á eðli ríkis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2012 | 19:11
Spænska framlagið ber af þetta árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2012 | 15:39
Stjórnarskrá Íslands útskýrð.
,,12. Kongen har med de i denne grundlov fastsatte indskrænkninger den højeste myndighed over alle rigets anliggender og udøver den gennem ministrene.
12.(Forklaring)
Det lyder næsten, som om dronningen bestemmer alt. Men i virkeligheden er det ikke sådan, for grund-loven indeholder store begrænsninger for, hvad hun kan bestemme. Dronningen udøver sin magt gennem ministrene i en regering; hun har ikke nogen selvstændig magt. Det er beskrevet i gr. 13 og gr. 14.
...
19. (Forklaring)
Dronningen udøver sin magt gennem ministrene. Hun kan ikke stilles til ansvar for, hvad regeringen foretager sig (gr. 12, gr. 13 og gr. 14). Derfor skal ordet ,,kongen" læses som ,,regeringen".
http://www.ft.dk/Dokumenter/Publikationer/Grundloven/Min%20grundlov/Kapitel%2003%20Regeringen.aspx
,,Derfor skal ordet ,,kongen" læses som ,,regeringen"."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)